Vera - 01.04.2004, Blaðsíða 48

Vera - 01.04.2004, Blaðsíða 48
£* SigríðurStephensen Lila og Lhasa - konur á vegum úti »Hvar áttu heima? Hvaðan ertu? Söng- konurnar Lhasa de Sela og Lila Downs eiga það sameiginlegt að hafa í æsku stundum átt erfitt með að svara spurningum á borð við þessar. Sú staðreynd að það hefur ekki alltaf verið Ijóst hvar þær hafa átt heima eða hverju þær tilheyra, hefur vafalaust átt þátt í að móta þær sem manneskjur, sem söngkonur og sem listamenn. Þær eiga það líka sameiginlegt að vera af mexíkönsku og bandarísku foreldri. Báðar eyddu þær drjúg- um hluta bernskunnar í bíl á þjóðvegum Norður- og Suður-Ameríku, og við bið á landa- mærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Fjölleikahús og trúðar hafa komið við sögu í lífi beggja og báðar hafa þær sungið frá unga aldri. Nú eru þær báðar á fertugsaldri og fást við tónlist og texta, en þar fer hvor sína leið, þótt vegir og landamæri séu viðfangsefni beggja á einn eða annan hátt. |i _ |\í\nf»%#"vinnur nu að 9erð fl°rðu p|ötu LllCl 1/UWII Jsinnarsem kemur út íjúní ísum- ar. Hún er dóttir indjánakonu af mixteca-ættum í Oaxaca- héraði í Mexíkó og bandarísks kvikmyndagerðarmanns frá Minnesota. Indjánastelpan var hún kölluð þegar hún bjó hjá föður sínum í Bandaríkjunum, hluta úr ári, en kana- stelpan þann hluta sem hún dvaldi hjá móður sinni í Mexíkó - í hvorugu tilfellinu hafði uppnefnið jákvæða merkingu. Útlit Lilu Downs er sláandi, hún minnir um margt á mexíkönsku myndlistarkonuna Fridu Kahlo, svipsterk og dökkbrýnd. Sú var tíðin að hún litaði hrafnsvart hár sitt Ijóst og flakkaði um og seldi skartgripi á götumörkuðum, í föruneyti hljómsveitarinnar Grateful Dead. Hún segist hafa haft þörf fyrir að umgangast fólk sem stóð á sama hvaðan hún kom og hver hennar bakgrunnur var. Eftir flökkulíf um tíma sneri Lila aftur í skóla og kláraði nám bæði í klassískum söng og mannfræði, þar sem hún sökkti sér ofaní myndvefnað mexíkanskra kvenna fyrr á öldum þar sem goðsögur gegna stóru hlutverki. Hún fór að takast á við það að vera kani og indjáni í senn og gerði sér grein fyrir forréttindum sínum, að hafa innsýn í tvo menningar- heima, og það bæði utanfrá og innanfrá. Lilu Downs liggur mikið á hjarta, sem hún tjáir í textum sínum. Misrétti sem indjánar í Mexíkó eru beittir brennur á henni og eins aðstæður mexíkanskra innflytjenda í Banda- ríkjunum, sem eru upp til hópa í láglaunastörfum. Hún býr LILU DOWNS LIGGUR MIKIÐ Á HJARTA, SEM HÚN TJÁIR í TEXTUM SÍNUM. MISRÉTTI SEM INDJÁNAR ÍMEXÍKÓ ERU BEITTIR BRENNUR Á HENNI OG EINS AÐSTÆÐUR MEXÍK- ANSKRA INNFLYTJENDA í BANDARÍKJUNUM, SEM ERU UPP TIL HÓPA í LÁGLAUNASTÖRFUM yfir mikilli og voldugri rödd og er óhrædd við að gera alls kyns kúnstir - hún vælir, hvíslar, rappar, öskrar og kjökrar ef á þarf að halda. Tónlistin sem Lila flytur er fjölbreytt og býður upp á leikræna tilburði, hún sækir talsvert í sjóð mexíkanskrar þjóðlagatónlistar en semur líka sjálf. (text- um sínum bregður hún oft upp myndum af fólki og að- stæðum þess sem hún túlkar með blæbrigðaríkri rödd, ýmist á spænsku eða ensku. Á síðustu plötu sinni Border/La Linea er leiðarstefið draumur Mexíkóbúa um að komast yfir línuna, landamærin, í átt til betra lífs, sem oftar en ekki reynist tálsýn. Þreyttir vöðvar og brostnar vonir eru raunveruleiki verksmiðjustúlkunnar Rosu Mariu sem komst yfir línuna, svo er þarna saga farandverka- mannsins sem hugðist afla fjölskyldunni tekna í henni Am- eríku en var snúið til baka á landamærunum. Lila tekur líka fyrir gamla Woody Guthrie lagið This land is your land og minnir á að Bandaríkin hafa alla tíð verið land innflytjenda, þótt meðferðin á þeim í dag sé misjöfn. Helsti samstarfsmaður Lilu Downs er Paul Cohen, eigin- maður hennar, saxófónleikari og fyrrverandi trúður í götu- leikhúsi. Hljómsveit Lilu er skipuð tónlistarmönnum frá ýmsum löndum Rómönsku Ameríku, útsetningar eru fjöl- breyttar og sækja í alls kyns tónlistarstefnur. Plata Lilu Downs og félaga Una Sangre/One Blood er væntanleg í Plötur Lilu Downs: • La Sandunga (AME, 1998) • Tree of Life (Narada, 2000) • Border/La Linea (Narada, 2001) Heimasíða: http://www.liladowns.com/ http://mapage.noos.fr/weblhasa/ 48 / 2. tbl. / 2004 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.