Vera - 01.04.2004, Blaðsíða 40

Vera - 01.04.2004, Blaðsíða 40
/ NAUÐGUN ÉG UPPLIFÐI MIKLA HÖFNUN FRÁ ÖLLU SEM VIÐKOM HINU OPINBERA OG ÞAÐ GERÐI MIG REIÐA. ÉG VAR EKKI TALIN ÞESS VERÐ AÐ FÁ AÐSTOÐ FRÁ HVÍTA BANDINU, SAKSÓKNARA FANNST EKKI ÁSTÆÐA TIL AÐ ÁKÆRA OFBELDISMENNINA OG MÉR VAR LÍKA HAFNAÐ AF STÍGAMÓTUM... inn og þá bara í búð í næsta nágrenni. Hún hafði verið í veikindafríi en treysti sér ekki til að byrja að vinna aftur og fara ein út í myrkrið á morgnana. Hún hafði dregið fyr- ir gluggana svo ekki sæist Ijós í íbúðinni, hafði bara kveikt á litlum lampa. Hún treysti sér ekki í strætó til að heimsækja móður sína svo móðir hennar kom til hennar. Kunningjafólk hennar sem hún hitti oft í sundi hafði orð á því af hverju hún kæmi ekki lengur í sund og þá fór hún einu sinni með þeim. En þá komu þrír menn saman í sund sem fastagestir laugarinnar þekktu ekki. Henni brá svo mikið að hún hefur ekki farið í sund síðan. Hún segir að sálfræðimeðferðin hjálpi sér mikið en hún fer enn til sálfræðingsins sem hún hitti á Neyðar- móttökunni um nóttina. Eftir að þeim 20 tímum lauk sem Neyðarmóttakan útvegaði, tók bæjarfélag hennar við að borga sálfræðitímana. Sálfræðingurinn hefur reynt að aðstoða hana við að komast út úr einangruninni og gekk m.a. með henni niður Laugaveginn að staðnum þar sem hún hitti mennina fyrst. Henni finnst samt ekki gott enn þá að vera innan um margt fólk, því hún óttast að ofbeld- ismennirnir gætu allt í einu birst. Sálfræðingurinn sótti um að koma henni í meðferð á Hvíta bandinu, sem er göngudeild á vegum Geðdeildar Landspítalans, en hún fékk ekki inngöngu þar. Það var henni mikið áfall að ríkissaksóknari skyldi hafna því að taka málið upp, ekki bara einu sinni heldur tvisvar. „Ég upplifði mikla höfnun frá öllu sem viðkom hinu opinbera og það gerði mig reiða. Ég var ekki talin þess verð að fá aðstoð frá Hvíta bandinu, saksóknara fannst ekki ástæða til að ákæra ofbeldismennina og mér var líka hafnað af Stígamótum en ég hringdi þangað eft- ir að saksóknari neitaði að taka málið upp. Ég var bara að leita eftir aðstoð en var sagt að þær gætu ekkert gert, ég yrði bara að sætta mig við að málið væri búið. Mér var ekki einu sinni boðið að koma í viðtal og ræða málin. Þá varð ég reið. Reiði mín leiddi mig meira að segja til þess að panta tíma hjá Sólveigu Pétursdóttur dómsmálaráð- herra en sú heimsókn bar engan árangur. Mér var úthlut- að fimmtán mínútum en ráðherra var ekki viðstödd nema fimm mínútur og virtist ekki hafa neinn tíma til að hlusta á mig. Þannig fannst mér ég endalaust rekast á veggi," segir hún. Tvívegis hafnað af ríkis- saksóknara og af dómsmálaráðherra Það var réttargæslumaður konunnar, Helga Leifsdóttir lögmaður, sem aðstoðaði hana í upphafi málsmeðferð- arinnar og hvatti hana til að gera allt sem hægt væri vegna málsins. Helga sætti sig ekki við neitun saksóknara sem visaði málinu frá vegna skorts á sönnunargögnum og taldi ekki rök í málinu til að ákæra fyrir nauðgun. Var þar vísað til „samhljóða" framburða mannanna þriggja sem taldir voru vega þyngra en stöðugur og trúverðugur framburður konunnar frá upphafi. Eftir að hafa heyrt í Atla Gíslasyni lögmanni í útvarpi leitaði konan til hans vegna möguleika á framhaldi málsins. Á lögmannsstofu Atla, (LAG), tók Hulda Rós Rúriksdóttir hdl. málið að sér og byrjaði á því að leggja fram fleiri gögn í málinu. Það voru yfirlýsingar frá vinkonu konunnar og móður og frá lækni og sálfræðingi Neyðarmóttökunnar þess efnis að atburðurinn hefði haft veruleg áhrif á líf hennar. En ríkis- saksóknari hafnaði málinu aftur á þeim forsendum að efni hinna nýju gagna varpi ekki skýrara Ijósi á atvik máls- ins. Hulda Rós lagði málið þá fyrir dómsmálaráðherra sem hefur vald til að láta taka mál upp, þrátt fyrir neitun ríkissaksóknara. í bréfi til ráðherra benti hún á að brota- löm hafi verið í rannsókn málsins af hálfu lögreglu, sem m.a. leiði til þessarar niðurstöðu saksóknara. Ráðherra vísaði málinu frá og taldi að ákvörðun ríkissaksóknara væri reist á réttum lagagrundvelli. f bréfi hans segir: „Með hliðsjón af framangreindu gerir ráðuneytið ekki at- hugasemdir við málsmeðferð af hálfu lögreglu og ákæruvalds og lýkur hér með athugun sinni á málinu." Það var því ákvörðun konunnar að höfða einkamál á hendur mönnunum með bótakröfu á þá og ríkið og er þetta fyrsta einkamál sinnar tegundar. Ekki er hægt að fara fram á fangelsisrefsingu ef saksóknari hefur hafnað því að málið sé tekið upp sem refsimál en fordæmi eru fyrir sex mánaða fangelsi í sambærilegu máli. Búið er að þingfesta málið og það bíður nú meðferðar þar sem mennirnir þrír munu verja málstað sinn. Lögreglurannsókn verulega áfátt Hulda Rós byggir kröfu sína á því að mennirnir hafi brot- ið gegn kynfrelsi konunnar þegar þeir höfðu allir kynmök við hana með því að beita hana ofurefli og með því að þvinga hana til kynmaka án hennar samþykkis. Krafan er einnig byggð á því að lögreglurannsókn málsins hafi ver- ið svo verulega áfátt að leitt hafi til þeirrar niðurstöðu að málið var niðurfellt af ríkissaksóknara á þeirri forsendu að ekki hafi verið til staðar nægileg gögn til sakfellis í mál- inu. Hulda Rós gerir alvarlega athugasemd við að ekki hafi verið reynt að hafa upp á mönnunum og krefjast eft- ir atvikum gæsluvarðhalds yfir þeim áður en þeir náðu að samræma frásagnir sínar. Henni finnst líka óeðlilegt að ekki hafi verið rannsakað hvað var í glasinu sem kon- unni var ætlað að drekka úr og ekki tekið tillit til þess augljósa uppnáms sem hún var í þegar hún forðaði sér út úr húsinu og hafði aðeins klætt sig í síðbuxur en sett nærfötin i vasann. Meðal röksemda vegna bótakröfunnar á hendur rík- inu segir m.a: „Æra og friðhelgi einkalífs þess sem verður fyrir nauðgun og kærir verknaðinn til lögreglu krefst þess að málið sé rannsakað eins og lög gera ráð fyrir og ákært í kjölfar þess. Þá er það óskoraður réttur þess sem brotið er á að mál viðkomandi hljóti réttláta meðferð eftir að brot hefur verið kært til lögreglu. Þá gera lög um með- ferð opinberra mála ráð fyrir því að sá sem verður fyrir broti eigi kost á því að setja fram kröfu um bætur í opin- beru máli vegna verknaðarins. Einskis af þessu var gætt í máli stefnanda." X 40/2. tbl./2004/vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.