Vera - 01.04.2004, Blaðsíða 26

Vera - 01.04.2004, Blaðsíða 26
/UNGTFÓLKOGJAFNRÉTTI Strákastöðin Popptíví »Þegar ég var í grunnskóla las Guðjón skriftarkennari fyrir okkur í tímunum. Meðan við æfðum okkur á tengingum Ijótu skrifstafanna og ef við þögðum, þá las hann strákabækur alla skriftartíma. Þetta voru m.a. sögur um þá kumpána Gvend Jóns, Árna í Hraunkoti og Grím grallara, sem allir lentu í ýmsum ævintýr- um. Gvendur og Grímur voru sniðugir og gerðu fyndin prakkarastrik, en mig minnir að Árni hafi verið góðmenni með flugmannspróf, frábæra þekkingu á skyndihjálp og aðdáunarverða hæfni til þess að leysa flóknar ráðgátur. Fáar kvenpersónur komu við sögu þessara bóka (enda strákabækur eins og ég sagði áðan). Helst birtust þær ef það vantaði stelpu til þess að toga í flétturnar á, unga dömu til þess að kyssa, eða kellingu sem hljóp fáránlega brjáluð á eftir einhverjum fyndna prakkaranum. Megin niðurstaða þessara bóka sem Guðjón las fyrir okkur var því: Stelpur eru leiðinlegar. Mórallinn: 0000JJJJ stelpur! Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Snemma fór einhver rauðsokkufjandi á kreik inní mér og ég hef sjálfsagt verið ellefu ára þegar ég lét skoðun mína í Ijósi við Guðjón. Ég sagði honum að mér þættu stráka- bækurnar leiðinlegar og bar fram þá ósk að hann læsi Löbbu-bækurnar í staðinn. Labba var líka fyndinn töffari, en bara kvenkyns. Guðjón tók ekki í mál að lesa Löbbu. Ég man ekki hvað hann sagði, en mér fannst eins og honum þætti það móðgun við strákana í bekknum ef þeir þyrftu að sitja undir lestri stelpubóka. Þó voru nú strákarnir í bekknum bara fjórir en við stelpurnar tíu. Ég hefði auðvit- að átt að segja: Hvaða áhrif heldurðu að þessi stöðugi lest- ur hafi á sjálfsmynd okkar stúlknanna í bekknum, Guðjón? En orðræða af þessu tagi hafði þá ekki borist til Eskifjarðar svo að tilraun mín var dæmd til þess að mistakast. Þegar ég horfi á Popptíví með ellefu ára syni mínum hugsa ég stundum um Guðjón skriftarkennara. Ég hugsa um Grím grallara, Árna í Hraunkoti, Gvend Jóns og alla hina strákana sem hafa svo lengi einokað alla heimsins skriftartíma, því á Popptíví, þessari sjónvarpsrás sem er vinsælust meðal unglinga í dag, sést ekki kvenkyns vera HÁPUNKT VINSÆLDA ÞEIRRA KUMPÁNA TEL ÉG VERA ÞEG- AR ÞEIR SEM ÆTLUÐU AÐ SENDA FERMINGARSKEYTI í VOR GÁTU Á NETSÍÐU SÍMANS VALIÐ UM VENJULEGAR ÞING- VALLAMYNDIR, RÓSABÚNT OG SVOLEIÐIS Á SKEYTIN - EÐA MYNDAFAUDDAOGSVEPPA! nema hún sé fáklædd að skaka sér á einhverju. Dæmi skal tekið af rapp- og þungarokksmenningunni þar sem sveittar, kappklæddar karlstjörnur performera meðan þrýstnar konur á bikiní (sumar berar að ofan) nudda sér upp við þá. Karlarnir gera, konumar þurfa bara að vera... sætar.Tónlistarmyndbönd með Britneyju, Krist- inu og J-Ló eru auðvitað kapítuli út af fyrir sig. Enginn kvenmaður virðist leyfa sér að hugsa eitt andartak að henni leyfist að gera myndband fullklæddri þar sem hún er ekki að þykjast fá fullnægingu. 70 mínútur - sjarmatröllin Sveppi og Auddi Vinsælasti þátturinn á Popptíví, og sá sem ég horfi oftast á, er 70 mínútur. Þættinum stjórna sjarmatröllin Sveppi og Auddi sem hafa á síðustu misserum öðlast stjarnfræðilega frægð meðal íslenskra ungmenna. Sveppi og Auddi dúkka upp hér og hvar um Reykjavík og nágrenni eins og nokk- urs konar hálfguðir, gefa eiginhandaráritanir, selja dvd- diska í bílförmum, skemmta og sprella. Hvar sem Auddi og Sveppi mæta á svæðið er gaman vegna þess að ungling- arnir elska þá. Hápunkt vinsælda þeirra kumpána tel ég vera þegar þeir sem ætluðu að senda fermingarskeyti í vor gátu á netsíðu Símans valið um venjulegar Þingvalla- myndir, rósabúnt og svoleiðis á skeytin - eða mynd af Audda og Sveppa! Auk þeirra stjórnar 70 mínútum Pétur Jóhann Sigfússon, sem hefur nýlega komið inn sem „góði strákurinn" (nördinn) til að fylla upp í myndina með þeim kynþokkafulla og þeim fyndna. 26/2.tbl./2004/vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.