Vera - 01.04.2004, Blaðsíða 33
með að borga aðeins 10.000 þýsk
mörk (um 430.000 ísl. krónur) í
mútur allan þennan tíma. Mörgurn
þótti við færast mikið í fang með
húsakaupunum og við höfum ýmis-
legt fengið að heyra í gegnum tíð-
ina,” segir Vilborg og rifjar upp
þegar hún fór eitt sinn á skrifstofu
þýska þróunarmálaráðuneytisins í
Sarajevo. „Þar hitti ég mann sem
hafði unnið við þróunarstarf í Afr-
íku og sagði hann mér að þeim
hefði reynst svo ljómandi vel að
halda kennslustundir undir skugg-
sælu tré. Ég horfði á manninn í for-
undran, því þegar við vorum að tala
saman var 11 stiga frost í Sarajevo
og ekki lauf að sjá á nokkru tré! Mér
fannst þetta fáránlegt svar og varð
auðvitað öskureið. Við buðum
reyndar þessum ágæta manni að
vera við opnun miðstöðvarinnar í
Sarajevo 9. september 1999 og var
hann hinn glaðasti yfir myndar-
skapnum og sagðist nú skilja hvað
okkur gengi til.
Þegar ég kom síðan á Balkan-
skrifstofu stjórnvalda í Hessen og
sagði embættismönnunum þar
þessa sögu, hlógu þau hjartanlega
og ákváðu að kaupa hús í Tuzla í
austanverðri Bosníu og gefa BISER
til þess að hægt væri að koma þar á
fót menntamiðstöð fyrir konur.
Balkanskrifstofan hefur reynst okk-
ur afar vel í gegnum tíðina, en hún
hafði á tímabili mikil umsvif vegna
hins mikla fjölda flóttafólks sem
kom til Hessen meðan á stríðinu
stóð. Mikill fjöldi flóttamanna var
og er í Tuzla og eru einstæðar mæð-
ur með stálpuð börn og unglinga
fjölmennar. Margir flúðu þangað
eftir fjöldamorðin miklu í Screbr-
eniza, sem framin voru í beinni út-
sendingu í júlí 1994. Þarna var því
mikil þörf fyrir langtímaaðstoð.
Árið 2000 fengum við vænan stryk
frá ESB til reksturs miðstöðvarinnar
í Tuzla og var starfsemin blómleg
fyrsta árið. Þá komu yfir 4000 kon-
ur í húsið og þær áttu að meðaltali
þrjú til fjögur börn, svo segja má að
um 16.000 manns hafi notið góðs af
þjónustunni. En síðan hefur verið
mikill barningur að fá fé til rekst-
ursins, þó ekki sé þar um stórar
upphæðir að ræða. Það kostar ekki
nema þrjár milljónir íslenskra
króna á ári að halda uppi líflegri
starfsemi í hverju húsi, en það hefur
reynst okkur erfitt síðustu ár að út-
vega fé.”
Enn er ótalið hús sem BISER
konur keyptu með kaupleigu-
samningi í sveitaborginni Travnik í
Mið-Bosníu, en þann rekstur hafa
sænsku samtökin Kvinna till
Kvinna styrkt verulega. Þýskalands-
deildin tók einnig þátt í að gera hús-
ið upp en menntamiðstöðin er eini
staðurinn í sýslunni (kantónunni)
sem sinnir menntun kvenna. Að
sögn Vilborgar er þörfin einna mest
í sveitunum, því þar er staða kvenna
verst og algengt að konur séu ólæs-
ar. „Nú eigum við von á að fá
60.000 evrur frá þýskum stjórn-
völdum og getum þá komið starf-
seminni í Sarajevo og Travnik í
umsóknirnar, en aðeins 10% þeirra
komast í gegn, hitt fer beint í rusla-
körfuna. Hvílík sóun á peningum
og mannafla! Skrifstofur ESB
minna mig á skýjakljúf sem hefur
enga glugga og engar dyr en kannski
póstkassa! Þetta er eins og geimskip,
sem lifir sjálfstæðu lífi,” segir hún
og kemst í ham í líkingamálinu. „Ég
er ekki hissa þótt mörgum íslend-
ingunt lítist ekki á að fara þarna
• »
ínn.
Hún snýr sér svo aftur að alvör-
unni og segir með þunga: „Auðvit-
að er fullt af merkunr umsóknum
þarna, en það er algjört happdrætti
hverjar komast í gegn. Það mætti
eins kasta upp krónu urn það. Mér
sýnist að grasrótarsamtök hafi mjög
litla möguleika á að fá styrki núorð-
ið og það er ekki lengur hugsað um
að styrkja starf meðal kvenna á
Balkanskaga sérstaklega. I Brussel fá
bara stærri hjálparstofnanir, eins og
Rauði krossinn, styrki.
Húsið í Sarajevo
þurfti viðgerða við og
síðan var ákveðið að
byggja hæð ofan á
það. Þar hefur verið
öflug starfsemi þar til
í fyrra en vonir standa
til að takist að opna
aftur fljótlega.
ÞEGAR VIÐ SÓTTUM SÍÐAST UM TIL ESB LEITAÐI ÉG AÐST0ÐAR SEX HÁ-
SKÓLAMENNTAÐRA MANNA, SEM V0RU HEILAN MÁNUÐ AÐ SETJA SAMAN
UMSÓKN FYRIR 0KKUR EFTIR ÖLLUM KÚNSTARINNAR REGLUM. SKRIF-
STOFUBÁKNIÐ í BRUSSEL ER 0RÐIÐ AÐ FRAMGANGSKERFI FYRIR UNGA
EMBÆTTISMENN 0G STÓR RÁÐGJAFAFYRIRTÆKI...
gagnið en allt er í óvissu með húsið
í Tuzla,” segir Vilborg og ljóst er að
hún er ekki af baki dottin þrátt fýrir
að stundum sé útlitið svart.
Eins og áður segir hefur verið
nánast vonlaust að sækja um
styrki til ESB eftir að reglur
um umsóknir voru hertar og flækt-
ar eftir spillingarmálið árið 2000.
Um það segir Vilborg: „Þegar við
sóttum síðast um til ESB leitaði ég
aðstoðar sex háskólamenntaðra
manna, sem voru heilan mánuð að
setja saman umsókn fyrir olckur eft-
ir öllum kúnstarinnar reglum.
Skrifstofubáknið í Brussel er orðið
að framgangskerfi fyrir unga emb-
ættismenn og stór ráðgjafafyrirtæki,
sem hafa það hlutverk að fara yfir
Eftir að ég gerði mér grein fyrir
þessu fékk ég þá hugmynd að stofna
kvennamálaráðuneyti í tengslum
við Evrópuráðið í Strassborg sem
hefði það verkefni að úthluta 40%
af því fé sem ESB ver til lýðræðis-
þróunar og líknarmála. Balkan-
löndin og fleiri fátæk lönd Austur-
Evrópu eru ekki í ESB en þau eru í
Evrópuráðinu og því er það kjörinn
vettvangur til að rniðla fé til þessara
svæða. Ég er sannfærð um að til
þess að komast að rót mansalsvand-
ans verður að vinna með konum á
þeim svæðum sem kallast uppruna-
lönd, þ.e. þaðan sem konurnar
koma, sem eru seldar í vændi,” seg-
ir Vilborg nteð sannfæringarkrafti.
Þá hugmynd að aflienda kvenna-
málaráðuneyti 40% af því fé sem 4
vera / 2. tbl. / 2004 / 33