Vera - 01.04.2004, Blaðsíða 16

Vera - 01.04.2004, Blaðsíða 16
/UNGTFÓLKOGJAFNRÉTTI Hólmfríður Anna Baldursdóttir IDAOGRAGGI »1 lok janúar mátti sjá hljóðlát mótmæli í matsal Fjölbrautaskólans í Breiðholti þar sem nokkur Ijósrituð A4 blöð höfðu verið hengd upp með áletruninni: „Hvað er klám? Klám er ofbeldi. Ekkert réttlætir ofbeldi." Þarna var parið Ida og Raggi á ferð. Raggi er Breiðhyltingur en Ida er frá Vármdö í Svíþjóð. Þau eru saman í Fjölbrautaskólan- um í Breiðholti og langt á undan sinni kynslóð í femínismanum. Milli próflesturs og ritgerðaskrifa höfðu þau tíma til að dreifa huganum með smá femínistaspjalli. Ida og Raggi eru bæði í karlahópi Femínistafélagsins og Raggi er mætt- ur í NEI-bolnum. Ida er 17 ára og er af Spice Girls / Girl Power-kynslóðinni. Hún uppgötvaði Píkutorfuna 13 ára úti í Svíþjóð og fann að í þeirri bók var enn meira Girl Power en hún hafði kynnst hjá Kryddpíunum. Síðan þá hefur hún kallað sig femínista. Raggi uppgötvaði femínismann eftir að hafa upplifað sjálfur að tilheyra minnihlutahópi. Hann upplifði ras- isma og fór út frá þvi að hugsa um misrétti í þjóðfélaginu almennt. Hann segir það rangt hversu þjóðfélagið þvingar fólk í ákveðin hólf út frá litar- hætti eða kyni. Eftir að hann kynntist Idu fór hann að kalla sig femínista. Þykir sjálfsagt að horfa á klám Ástæðan fyrir mótmælunum í matsal Fjölbrautaskólans í Breiðholti var sú að þeim Idu og Ragga fannst fólk vanta skilgreiningu á klámi. Raggi segir þau hafa notað skilgreiningu Diönu Russell á klámi. „Innihaldið og boðskapurinn skiptir máli, ekki hvað sést mikið í líkama þinn. Fólk er alltaf að fela sig á bak við erótík. Þess vegna finnst okkur svo mikilvægt að skilgreina hvað klám er þannig að fólk komist ekki upp með að sýna klám í nafni erótíkur. Erótík gæti ekki verið meira ólík klámi að mínu mati. Við þurftum líka að benda fólki á að sala og dreifing á klámi væri bönnuð á íslandi." [ Breiðholti segja Ida og Raggi að ungt fólk hafi mjög greiðan aðgang að klámi. Þau segja að heilu blokkirn- ar kaupi aðgang að erlendum sjón- varpsstöðvum þar sem byrjað er að sýna klám klukkan tíu á kvöldin og að mörg börn eigi sjónvarp inni í her- berginu sínu, þannig að enginn fylgist með hvað þau horfi á. Þetta sé því orðið að hálfgerðu normi hjá krökkunum. Enda brást fólk ókvæða við Ijósrituðu A4 blöðunum í matsal skólans. Eftir að Ida og Raggi höfðu fengið leyfi frá yfirvöldum skólans og nemendaráði voru blöðin samt rifin niður vegna ruglings og ósamkomu- lags í nemendaráði. Einnig höfðu fleiri krakkar rifið niður blöðin og aðr- ir snéru út úr með því að gera önnur eins blöð þar sem á stóð „Hvað er morð? Morð er vont..." Sagt var við þau að myndin á blöðunum, sem sýndi óskýra klámmynd, væri óvið- eigandi í matsal. Ida og Raggi benda þó á að við eitt borð matsalarins megi alltaf sjá myndir og auglýsingar af MANNI ER KENNT AÐ SKAMMAST SÍN EF MAÐUR ER Á MÓTI KLÁMI. ÞETTA ER TENGT VIÐ ÁHUGA Á KYNLÍFI OG ÞAÐ ER EINS OG MAÐUR HAFI EKKI LYST Á KYNLÍFI EF MAÐUR ER Á MÓTI KLÁMI! nöktum konum. Stelpur þora ekki að mótmæla í framhaldi af mótmælunum í mat- salnum veltu þau vöngum yfir við- brögðunum. Ida og Raggi benda á að sumar stelpur segi að þeim þyki klám í lagi en þau haldi að undir niðri sé það ekki svo. Ida segir að ungt fólk reyni að afsaka það af hverju stelpur leiki í eða sitji fyrir á klámmyndum. „Krakkarnir sem við töluðum við töldu upp að klámmyndaleikkonurn- ar fengju borgað, þær vildu þetta, þeim fyndist þetta gott og svo fram- vegis." Raggi heldur áfram og segir: „Ég sat til borðs með sex stelpum og einum strák. Það var greinilegt að þær þorðu ekki að segja neitt vegna þess að strákurinn hafði svo sterkar skoðanir varðandi klám. Ein þorði kannski að segja eitthvað, en þá fékk hún strákana á móti sér og bakkaði." Ida útskýrir: „Hjá mörgu ungu fólki þykir það mjög eðlilegt að fíla klám. Margar stelpur reyna að vera sexý og fá þannig athygli frá strákunum. Þær kyssa aðrar stelpur til að fá þessa at- hygli." Þau benda á þátt dægurmenning- arinnar og segja að þar geti strákar náð frægð og frama með hæfileikum sínum, en hjá stelpum sé miklu meiri pressa á útlit. Strákar fái almennt mun meira mótvægi frá samfélaginu til að vera eins og þeir vilja og læra þar af leiðandi að þeir þurfi ekki að skammast sín vegna útlits. „Þetta endurspeglast í hegðun og skoðun- um ungra krakka. Það að fíla klám er eðlilegt í strákamenningunni. Það að vera á móti klámi og að vera strák- ur..." segir Raggi og leitar að rétta orðinu til að lýsa þessu óþekkta fyrir- bæri í menningunni, „...þá er maður 16/2. tbl. / 2004/ vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.