Vera - 01.04.2004, Side 48

Vera - 01.04.2004, Side 48
Sigríður Stephensen Lila og Lhasa - konurá vegum úti »Hvar áttu heima? Hvaðan ertu? Söng- konurnar Lhasa de Sela og Lila Downs eiga það sameiginlegt að hafa í æsku stundum átt erfitt með að svara spurningum á borð við þessar. Sú staðreynd að það hefur ekki alltaf verið Ijóst hvar þær hafa átt heima eða hverju þær tilheyra, hefur vafalaust átt þátt í að móta þær sem manneskjur, sem söngkonur og sem listamenn. Þær eiga það líka sameiginlegt að vera af mexíkönsku og bandarísku foreldri. Báðar eyddu þær drjúg- um hluta bernskunnar í bíl á þjóðvegum Norður- og Suður-Ameríku, og við bið á landa- mærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Fjölleikahús og trúðar hafa komið við sögu í lífi beggja og báðar hafa þær sungið frá unga aldri. Nú eru þær báðar á fertugsaldri og fást við tónlist og texta, en þar fer hvor sína leið, þótt vegir og landamæri séu viðfangsefni beggja á einn eða annan hátt. I il^ ft/\i»i»%í,vinnur nu 9err5 fl°rðu p^ötu Llld l/l/ WII Jsinnar sem kemur út íjúní í sum- ar. Hún er dóttir indjánakonu af mixteca-ættum í Oaxaca- héraði í Mexíkó og bandarísks kvikmyndagerðarmanns frá Minnesota. Indjánastelpan var hún kölluð þegar hún bjó hjá föður sínum í Bandaríkjunum, hluta úr ári, en kana- stelpan þann hluta sem hún dvaldi hjá móður sinni í Mexíkó - í hvorugu tilfellinu hafði uppnefnið jákvæða merkingu. Útlit Lilu Downs er sláandi, hún minnir um margt á mexíkönsku myndlistarkonuna Fridu Kahlo, svipsterk og dökkbrýnd. Sú var tíðin að hún litaði hrafnsvart hár sitt Ijóst og flakkaði um og seldi skartgripi á götumörkuðum, í föruneyti hljómsveitarinnar Grateful Dead. Hún segist hafa haft þörf fyrir að umgangast fólk sem stóð á sama hvaðan hún kom og hver hennar bakgrunnur var. Eftir flökkulíf um tíma sneri Lila aftur í skóla og kláraði nám bæði í klassískum söng og mannfræði, þar sem hún sökkti sér ofaní myndvefnað mexíkanskra kvenna fyrr á öldum þar sem goðsögur gegna stóru hlutverki. Hún fór að takast á við það að vera kani og indjáni í senn og gerði sér grein fyrir forréttindum sínum, að hafa innsýn í tvo menningar- heima, og það bæði utanfrá og innanfrá. Lilu Downs liggur mikið á hjarta, sem hún tjáir í textum sínum. Misrétti sem indjánar í Mexíkó eru beittir brennur á henni og eins aðstæður mexíkanskra innflytjenda í Banda- ríkjunum, sem eru upp til hópa í láglaunastörfum. Hún býr LILU DOWNS LI6GUR MIKIÐ Á HJARTA, SEM HÚN TJÁIR í TEXTUM SÍNUM. MISRÉTTI SEM INDJÁNAR í MEXÍKÓ ERU BEITTIR BRENNUR Á HENNI OG EINS AÐSTÆÐUR MEXÍK- ANSKRA INNFLYTJENDA í BANDARÍKJUNUM, SEM ERU UPP TIL HÓPA í LÁGLAUNASTÖRFUM yfir mikilli og voldugri rödd og er óhrædd við að gera alls kyns kúnstir - hún vælir, hvíslar, rappar, öskrar og kjökrar efá þarfað halda. Tónlistin sem Lila flytur er fjölbreytt og býður upp á leikræna tilburði, hún sækir talsvert í sjóð mexíkanskrar þjóðlagatónlistar en semur líka sjálf. í text- um sínum bregður hún oft upp myndum af fólki og að- stæðum þess sem hún túlkar með blæbrigðaríkri rödd, ýmist á spænsku eða ensku. Á síðustu plötu sinni Border/La Linea er leiðarstefið draumur Mexíkóbúa um að komast yfir línuna, landamærin, i átt til betra lífs, sem oftar en ekki reynist tálsýn. Þreyttir vöðvar og brostnar vonir eru raunveruleiki verksmiðjustúlkunnar Rosu Mariu sem komst yfir línuna, svo er þarna saga farandverka- mannsins sem hugðist afla fjölskyldunni tekna í henni Am- eríku en var snúið til baka á landamærunum. Lila tekur líka fyrir gamla Woody Guthrie lagið This land is your land og minnir á að Bandaríkin hafa alla tíð verið land innflytjenda, þótt meðferðin á þeim í dag sé misjöfn. Helsti samstarfsmaður Lilu Downs er Paul Cohen, eigin- maður hennar, saxófónleikari og fyrrverandi trúður í götu- leikhúsi. Hljómsveit Lilu er skipuð tónlistarmönnum frá ýmsum löndum Rómönsku Ameríku, útsetningar eru fjöl- breyttar og sækja í alls kyns tónlistarstefnur. Plata Lilu Downs og félaga Una Sangre/One Blood er væntanleg í sumar. Plötur Lilu Downs: • La Sandunga (AME, 1998) • Tree of Life (Narada, 2000) • Border/La Linea (Narada, 2001) Heimasíða: http://www.liladowns.com/ http://mapage.noos.fr/weblhasa/ 48/2. tbl. /2004/vera

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.