Vera - 01.04.2004, Side 11

Vera - 01.04.2004, Side 11
ar konur hafa verið formenn SV og var Guðrún Zoéga fyrst til að taka það að sér árið 1980. Ég var formaður 1996 - 1997 og næsti formaður mun verða kona. Með því að taka þátt í stjórnarstörfum fær fólk tækifæri til að kynna sig inn- an stéttarinnar og það er ekki síst mikilvægt fyrir konur því yfirleitt búa þær ekki að eins góðu tengslaneti og karlarnir." Rafmagnsverkfræðingar starfa víða í samfélaginu og hefur fjölgað mjög á sviði uþþlýsingatækni - í hugbúnað- ar- og tölvufyrirtækjum. Þeir starfa líka á verkfræðistofum og hjá stórum orkufyrirtækjum, eins og Orkuveitunni, RARIK og Landsvirkjun. Atvinnutækifærunum er alltaf að fjölga og stelþur eru að átta sig á því að starfsvettvangur- inn er ekki bara í hefðbundnu karlaumhverfi. „Sérstök kvennanefnd er nú starfandi innan VFÍ sem hefur m.a. staðið fyrir kynningum á störfum kvenverkfræðinga í hin- um ýmsu fyrirtækjum. Það er mjög gaman að kynnast þvf hvað starfsvettvangurinn er fjölbreyttur og þetta styrkir líka tengsl milli kvenna innan stéttarinnar." Stelpurnar standa sig vel Guðrún tók þátt í átakinu Jafnara námsval kynjanna árið 2001 með því að fara í framhaldsskóla að kynna verkfræði sem vænlegan kost fyrir stelpur. Henni finnst ganga sorg- legt hægt að fjölga kvennemendum í faginu þó hún telji að átakið hafi skilað árangri. Nú eru stelþur um 25% nem- enda í verkfræði og er hún eina deildin í Hl þar sem konur eru í minnihluta. Þegar Guðrún útskrifaðist 1983 var hún fimmta konan sem útskrifaðist sem rafmagnsverkfræðing- ur og eina konan að útskrifast úr verkfræðideildinni það ár. „Þegar ég kenndi í deildinni 1987 - 1991 fannst mér ástandið lítið hafa breyst. Ég kenndi 2. árs nemum í raf- magnsverkfræði og seinasta árið var þar engin stelpa en í einum árgangi voru þær fjórar. Þær stóðu sig allar mjög vel enda held ég að stelþurfari ekki í verkfræði nema vera langt yfir meðallagi i stærðfræði, en strákarnir voru marg- ir bara miðlungsgóðir. Mér fannst áberandi að stelpurnar væru dætur verkfræðinga eða ættu eldri bræður í faginu og vissu því út á hvað þetta gengur. Þess vegna er svo mikilvægt að kynna þennan heim fyrir stelþum sem ekki þekkja hann og breyta þeirri ímynd að verkfræði sé karla- heimur og vinnuaðstaða verkfræðinga erfið fyrir konur. Starfsmöguleikarnir eru fjölbreyttir og starfið býður uþþ á fína tekjumöguleika. Verkfræðin er góð menntun og gefur fólki fína undirstöðu til að leysa fjölbreytt vandamál enda hafa verkfræðingar verið eftirsóttir í stjórnunarstöður og því kjörið fyrir konur að sækja þangað," segir Guðrún að lokum. Stjórn Rafmagnsverkfræðideildar Verkfræðingafélags íslands starfsárið 2003-2004: Guðrún Rögnvaldardóttir, formaður Framkvæmdastjóri Staðlaráðs íslands frá 1998. Starfaði áður að staðlamálum hjá Iðntæknistofnun íslands og CEN (Evrópsku staðlasamtökunum) í Brussel frá 1991, þaráður lektor í rafmagnsverkfræði við Hí og verkfræðingur hjá Rarik. Nám: Lokaþróf í rafmagnsverkfræði frá Háskóla íslands 1983. Dipl.-lng. í rafmagnsverkfræði frá Tækniháskólanum í Karlsruhe, Þýskalandi, 1986. Stundar nám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla [slands. Félags- og trúnaðarstörf: Formaður stjórnar Löggild- ingarstofu frá 2003. í stjórn Stéttarfélags verkfræðinga 1994 -1995 og 1996 - 1998 (formaður 1996 -1997). I' stjórn RVFÍ 2002 - 2004 (formaður 2003 -2004). í jafnréttis- og fjölskyldunefnd Verkfræðingafélagsins 2001- 2002. Tók þátt í hvatningarátakinu Jafnara námsval kynjanna (2001) sem miðar að því að fjölga kvennemendum i raunvísind- um og verk- og tæknifræðinámi á háskólastigi. Guðlaug Sigurðardóttir, stallari Starfar við hugbúnaðargerð hjá Kögun hf. frá 1991, fyrstu árin við hugbúnaðarhönnun og -smíði, síðari ár meira við verkefnastjórn og tæknilega ráðgjöf. 1990-1991 starfaði hún á kerfisfræðistofu Verkfræðistofnunar Háskóla (s- !ands, við hönnun og smíði hugbúnaðar fyrir flugumferð- arstjórn. Starfaði við ýmis verkefni tengd fjargæslu dreifi- kerfis RARIK 1989-1990. Nám: Verkfræðipróf frá Háskóla (slands 1989. Félags- og trúnaðarstörf: í stjórn RVFÍ 2003-2004. ( kynningarnefnd VFÍ1996 - 1998. Tók þátt í átakinu Jafn- ara námsval kynjanna 2001. Sveinbjörg Sveinsdóttir, ritari Starfar við verkefnisstjórnun og ráðgjafarstörf í orkuhópi hjá Ax hugbúnaðarhúsi. Starfaði áður sem verkefnisstjóri hjá Netverk ehf. Var í Bandaríkjunum á árunum 1994- 2000, fyrst við ráðgjöf og hugbúnaðargerð á vegum Franken-data GmbH og síðar sem stjórnandi hjá Frankendata USA sem síðar varð dótturfyrirtæki Siemens EMIS. Verkfræðingur hjá Rarik á árinu milli lokaprófs frá HÍ og upphafs framhaldsnáms. Nám: Lokapróf í rafmagnsverkfræði frá Verkfræðideild Háskóla (slands 1990, Dipl.-lng. í rafmagnsverkfræði frá Technische Hochschule Darmstadt, Þýskalandi 1994. Félags- og trúnaðarstörf: í stjórn Stéttarfélags verkfræð- inga 2003-2005. ( stjórn RVFÍ árin 2003-2004 og 2001- 2002. Formaður ritnefndar Verktækni sem er fréttablað gefið út af Verkfræðingafélagi fslands, Stéttarfélagi verk- fræðinga og Tæknifræðingafélagi Islands, frá árinu 2003. Tók þátt í átakinu Jafnara námsval kynjanna 2001. Starfaði fyrir IAESTE (International Association for the Exchange of Students forTechnical Exþerience) á námsárum í Reykja- vík og Darmstadt. Auður Freyja Kjartansdóttir, gjaldkeri Deildarstjóri tækni- og uþplýsingadeildar hjá Flugmála- stjórn íslands frá 2000. Starfaði í tölvudeildinni hjá Flug- málastjórn frá 1998. Vann áður við hugbúnað í tölvudeild- inni hjá Sjóvá-Almennum og í eitt ár hjá Prior Data Sci- ences, Kanada. Nám: Lokapróf í rafmagnsverkfræði frá Verkfræðideild Háskóla (slands 1990. M.A.Sc próf ( rafmagnsverkfræði (stýringum) frá University of Toronto, Kanada 1992. Félags- og trúnaðarstörf: ( stjórn RVFÍ 2003-2004 og 1994-1995.

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.