Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Blaðsíða 4

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Blaðsíða 4
44 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ skekkja erfist samkvæmt ríkjandi erfðalögmálum þ.e. sjónlags- gallinn getur erfst frá föður eða móður. Nærsýni erfist aftur á móti víkjandi og þarf erfðagallinn þá að koma frá báðum foreldr- um, en þau geta gengið með hann dulinn. T.d. geta foreldrar, sem bæði eru með eðlilegt sjóniag, átt hóp barna, sem eru nærsýn. Við fæðingu er lítið sem ekkert litarefni í yfirborðslögum lithimnunnar, sem er mynduð úr bandveg. Litarefnislagið, sem klæðir lithimnuna á bakhlið gerir það að verkum að ungabörn eru með blá- eða gráleit augu. Hjá þeim sem verða móeygðir eða brúneygðir byrjar litarefni að myndast í bandvef lifhimnunnar um 6 mánaða aldur og er að aukast uns barnið er eins til tveggja ára gamalt. Þá fyrst er hægt að sjá hver endanlegur augnalitur verður. Sjónopin eru þröng hjá ungbörnum, þar eð vöðvinn, sem víkk- ar út ljósopin þroskast seinna en hringvöðvinn, sem þrengir þau í birtu. Er þvi erfitt að kanna innri gerð augna hjá börnum með augnspegli. Ef vafi leikur á að um sjúkdóm sé að ræða inni í auga, þarf að vikka sjónop með lyfjum. Algengast er að nota oculogutt- ae mydriacyl, sem lamar hringvöðvann um stundarsakir. Vara- samt er að nota atropin-augndropa eða cyclogyl því að alvarlegar kerfisverkanir geta komið af þessum lyfjum. Ekki skal dreypa meira en einum dropa af lyfjum i hvort auga. Fari meira en einn dropi við dreypingu, skal þrýsta á húðina yfir tárasekknum til þess að lyfið renni ekki niður i nefhol og komist þaðan inn i blóð- rásina. Strax við fæðingu svara ljósop við aukinni birtu þ.e. þau þrengjast, þegar ljósi er beint að augum. Húðfelling (epicanthus) er oft sjáanleg við innri augna-krók hjá börnum, stundum allt til 4—5 ára aldurs. Þegar nefrótin hækkar með aldrinum hverfur þessi felling og barnið fær annan svip. Margir halda að börn, sem fæðast með slíka húðfellingu séu til- eygð, þar eð lithimna annars auga hverfur undir fellinguna, þegar þau Hta til hliðar. í fljótu bragði getur barnið virst rangeygt, en auðvelt er að ganga úr skugga um hvort augun séu réttstæð, með þvi að beina Ijósi að augum þess. Ef endurskin ljóssins er alltaf í miðju glærunnar á báðum augum, í hvaða átt sem barnið lítur, er ekki um augnskekkju að ræða. Sé barn rangeygt, er ljósendur- kastið frá öðru auga ekki í miðri glærunni þ.e. fyrir miðju ljós-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.