Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Blaðsíða 7
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
47
Ganga þarf úr skugga um að glæran sé tær, og að ekki sé ský á
augasteini. Við augnspeglun er erfitt að greina einstaka hluta
augnbotnsins og láta flestir sér nægja að ganga úr skugga um að
ljósvegir (glæra, augnvökvi, augasteinn og glerhlaup) séu tærir og
að rautt endurskin frá æðahimnunni sjáist. Sé svo, er sennilegt
eða nær öruggt að barnið er með heilbrigð augu og eðlilega sjón.
Sérstaka gát skal hafa, þegar barn fæðist fyrir tímann. Fyrir-
burðum er hætt við súrefniseitrun, þurfi að hafa þau í súrefnis-
kassa. Sé um ofmettun á súrefni að ræða, getur myndast bandvef-
ur í glerhlaupinu (retrolental fibroplasia) og orsakað blindu. Þetta
var algeng blinduorsök í Bandaríkjunum á árabilinu 1945—1955
meðan orsakasambandið milli þessara þátta var ekki þekkt. Engir
fyrirburðir, sem fæðst hafa hér á landi hafa blindast af súrefnis-
eitrun. Tvö blind börn eru þó hér á landi af völdum súrefniseitr-
unar. Eru það tvíburastúlkur (f. 1977). Þær fæddust á 29. viku
meðgöngutíma og voru hafðar i súrefniskassa. Er önnur með rat-
sjón en hin nær alveg blind. Þær fæddust í Danmörku.
Fyrirburðum er hættara við skýmyndun í augasteini og ber að
hafa það í huga við nýburaskoðun.
Ef móðir fær rauða hunda á fyrstu þremur manuðum með-
göngutíma, getur barnið fæðst með ský á augasteini, öðrum eða
báðum. Eftir rauðahundafaraldurinn 1954 fæddust nokkur börn
með ský á augasteini og höfðu þau
öll hjartagalla. Aftur á móti er mér
ekki kunnugt um að barn hafi fæðst
blint af þeim sökum í faraldrinum
1964, þegar mörg þessara barna
fæddust heyrnarlaus eða með mikla
skerðingu á heyrn.
Flér á landi eru 6 börn, sem fæðst
hafa án augna eða með það van-
sköpuð augu að þau eru blind.
Silfurnitrat augndropar hafa ver-
ið bornir í augu nýfæddra hér á
landi síðan 1896. Þórunn Á.
Björnsdóttir, ljósmóðir á heiðurinn
af því að hafa byrjað á þessari fyrirbyggjandi lækningu við lek-
andabólgu í augum.
Þórunn Á. Björnsdóttir.