Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Blaðsíða 9

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Blaðsíða 9
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 49 Stundum kemur fyrir að börn smitist í fæðingu, ef móðirin hefur leynda bólgu af völdum chlamydia oculogenitalis í legháls- inum. Einkenni koma þó ekki fram hjá barninu fyrr en eftir 8—10 daga, eða eftir að móðirin kemur heim af fæðingadeildinni. Einkenni eru slímkennd útferð úr augum og roði í slímhúð. Tetra- cyclin augnsmyrsli eru notuð eða Irgamid augnsmyrsli 3svar á dag. Stundum þarf að halda áfram meðferð i nokkrar vikur. Fylgikvillar eru engir og engar varanlegar skemmdir koma fram í augunum. Aðrir augnsjúkdómar en slímhimnubólga eru sjaldgæfir meðal ungbarna. Toxoplasmosis gerir vart við sig hér á landi. Toxo- plama snýkillinn hefur þann eiginleika að hann smitar fóstrið gegnum fylgjuna og getur sest að í sjón- og æðahimnu augans og getur valdið sjóndepru, ef bólgan, sem hann veldur, er í miðgróf augans, en þar er sjónin skörpust. Meðfædd gláka er mjög sjaldgæf og er einn karlmaður hér á landi alblindur af þeim kvilla og eitt barn mjög sjóndapurt. aðal- einkenni meðfæddrar gláku hjá barni eru tárarennsli og ljósfælni. Glæran og augað er oft óeðlilega stórt vegna aukins þrýstig sinni í auganu í móðurlífi. Til þess að forða barninu frá blindu þarf að gera aðgerð, sem lækkar augnþrýstinginn. Börn geta fæðst með illkynja æxli í öðru eða báðum augum (retinoblastoma). Sem betur fer eru slík æxli sjaldgæf. Þau eru ill- kynja og leiða til dauða. Reynt hefur verið að tefja fyrir gangi sjúkdómsins með geislum. Aðalatriðið við augnskoðun ungbarna er að ganga úr skugga um að augu séu heilbrigð og að fyrirbyggja smitnæma sjúkdóma, eins og gert er með silfurnitrat dreypingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.