Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Side 9

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Side 9
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 49 Stundum kemur fyrir að börn smitist í fæðingu, ef móðirin hefur leynda bólgu af völdum chlamydia oculogenitalis í legháls- inum. Einkenni koma þó ekki fram hjá barninu fyrr en eftir 8—10 daga, eða eftir að móðirin kemur heim af fæðingadeildinni. Einkenni eru slímkennd útferð úr augum og roði í slímhúð. Tetra- cyclin augnsmyrsli eru notuð eða Irgamid augnsmyrsli 3svar á dag. Stundum þarf að halda áfram meðferð i nokkrar vikur. Fylgikvillar eru engir og engar varanlegar skemmdir koma fram í augunum. Aðrir augnsjúkdómar en slímhimnubólga eru sjaldgæfir meðal ungbarna. Toxoplasmosis gerir vart við sig hér á landi. Toxo- plama snýkillinn hefur þann eiginleika að hann smitar fóstrið gegnum fylgjuna og getur sest að í sjón- og æðahimnu augans og getur valdið sjóndepru, ef bólgan, sem hann veldur, er í miðgróf augans, en þar er sjónin skörpust. Meðfædd gláka er mjög sjaldgæf og er einn karlmaður hér á landi alblindur af þeim kvilla og eitt barn mjög sjóndapurt. aðal- einkenni meðfæddrar gláku hjá barni eru tárarennsli og ljósfælni. Glæran og augað er oft óeðlilega stórt vegna aukins þrýstig sinni í auganu í móðurlífi. Til þess að forða barninu frá blindu þarf að gera aðgerð, sem lækkar augnþrýstinginn. Börn geta fæðst með illkynja æxli í öðru eða báðum augum (retinoblastoma). Sem betur fer eru slík æxli sjaldgæf. Þau eru ill- kynja og leiða til dauða. Reynt hefur verið að tefja fyrir gangi sjúkdómsins með geislum. Aðalatriðið við augnskoðun ungbarna er að ganga úr skugga um að augu séu heilbrigð og að fyrirbyggja smitnæma sjúkdóma, eins og gert er með silfurnitrat dreypingu.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.