Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Blaðsíða 39
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
79
góðir verkir koma á 10 mín., sem er svipað og myndi verða ef
konan væri komin i góða sótt.
Ut frá ritinu (CTG), sem fæst, er siðan metið hvort óhætt sé að
leyfa konunni að ganga áfram með (neikvætt próf), eða hvort
þörf sé á að leggja hana in í hvíld (jákvætt próf) og endurtaka
prófið. Oft er nauðsynlegt að flýta fæðingu, jafnvel með keisara-
skurði, sé ritið Ijótt. Fóstur sem ekki þolir slíkt OCT próf án þess
að fá alvarleg síðbúin hjartsláttarföll, þolir að sjálfsögðu ekki að
ganga i gegnum eðlilega fæðingu (mynd XI).
Alagsprófið eitt er þó ekki látið gilda við slíka ákvörðun, heldur
er vakaframleiðsla fylgjunnar (hormónaframleiðsla) einnig mæld
m.t.t. Östriolframleiðslu. Einnig er stuðst við sonar.
Önnur aðferð hefur einnig komið fram sem viðbót við monitor-
inn og eykur mjög gildi hans, en það er blóðgasamæling frá fóstri.
Þá er tekið blóð frá fyrirliggjandi fósturhluta þgar hjartsláttarföll
verða í riti, ásamt blóðsýni frá móður og gerðar mælingar á pH,
PO2 og PCO2 úr sýnunum. Þannig má sjá hvernig fóstrið hefur
brugðist við því álagi, sem kemur fram í ritinu og hvort sýrubasa-
jafnvægi þess sé innan þeirra marka að óhætt sé að bíða, eða
hvort flýta verði fæðingu.
Þakkir til Jóns H. Alfreðssonar kvensjúkdómalæknis fyrir ráð
og yfirlestur handrits, og Kristbjargar Tryggvadóttur og ritara
kvennadeildar LSP fyrir vélritun.
HEIMILDIR:
1 Beard, R. W.: Fetal heart patterns and their clinical interpretation. Sopicaid
ltd 1974.
2 Beard, R., Edington, P., Sibanda, J.: The effects of routine intrapartum
monitoring on clinical practice. Contr. Cynecol Obstet 3:14, 1977.
3 Hammacher, K., Huter, K., Bokelmann, J. et al: Foetal heart frequency and
perinatal conditions of the fetus and newborn. Gynaecoiogiaca 166:349,
1968.
4 Hauksson, Arnar: Monitor, ný tækni við yfirsetu i fæðingu. FHR-rit.
Læknaneminn, 4. tbl. 1979, 12. bis.
5 Haverkamp, A., Thompson, H., Mc Fee, J. et al: The evaluation of contin-
ous fetal heart rate monitoring in high risk pregnancy. Am J Obstet Gynecol
125:310, 1976.