Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Page 7

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Page 7
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 111 Árni V. Þórsson, læknir: Þegar börn fæðast meö afbrigðileg kynfæri Inngangur: Þegar barn fæðist með vansköpuð kynfæri þannig að erfitt er að greina kyn þess, veltur á miklu að rétt sé á málum haldið. Líf barnsins og hamingja getur verið í veði. Því miður verður að segja að alloft hafi orðið misbrestur á og þvi eru á meðal okkar nokkrir einstaklingar sem með réttum ákvörðunum og aðgerðum í upp- hafi hefði mátt forða frá óeðlilegu og óhamingjusömu lífi. í þess- ari grein verður rætt stuttlega um hvað ræður kynþróun í fóstur- lífi og hvernig hún getur farið úrskeiðis. Þvi næst verður drepið á þá helstu sjúkdóma, sem valda því að barn fæðist með afbrigðileg kynfæri. Rætt verður stuttlega um viðbrögð ljósmæðra og lækna er staðið er frammi fyrir þessu vandamáli við fæðingu og að lokum meðferð þessara barna í grófum dráttum. Vegna sérstakra aðstæðna hérlendis, verður ekki farið út í að lýsa sérstökum til- fellum og tekið skal fram að engar af þeim myndum sem fylgja þessari grein eru af íslenskum börnum. Kynþróun í fóstulífi Þegar „kappsundi” sæðisfrumanna lýkur, og sigurvegarinn nær að frjóvga eggið, hefst atburðarrás sem venjulega lýkur með þvi að fóstrið tekur á sig greinilega karlkyns eða kvenkynsmynd. Erfðir, hormónar og umhverfisþættir í fósturlífi hafa áhrif á þessa þróun. í þriðju til fimmtu viku eftir getnað fósturs, myndast frumur sem síðar verða að kynkirtlum fóstursins og geta þær

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.