Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Page 10

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Page 10
114 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Fóstureista framleiðir einnig eggjahvituefni sem eyðir þeim vefjum (Miillerian göngum), sem geta myndað innri kynfæri kvenna þ.e. eggjaleiðara, leg og efsta hluta vagina. Þessi hormón hefur verið nefndur Mullerian inhibiting hormón og virðist ekki hafa neitt hlutverk eftir fæðingu. Myndun ytri og innri kynfæra kvenna virðist vera innbyggður erfðaeiginleiki, hver svo sem litningagerð barnsins er. Ef eistu myndast ekki hjá fóstri með litningagerðina XY (karllitninga) fæðist barn sem lítur út eins og stúlkubarn með eðlileg leggöng, leg og eggjaleiðara en að sjálf- sögðu enga kynkirtla. Hjá stúlkufóstrum virðast hormónar ekki hafa neitt hlutverk í þróun eða myndun kynfæra. Stúlkur með litningagerðina 45 XO (Turner’s syndrom) mynda aldrei kynkirtla (eggjastokka) en ytri og innri kynfæri eru að öðru leyti eðlileg. Hvað getur farið úrskeiðis? Til að einfalda málið má flokka börn sem fæðast með óeðlileg kynfæri í þrjá flokka. 1) Stúlkubarn sem hefur orðið fyrir áhrifum androgen hor- móna (karlhormóna). 2) Drengur með ófullkomna myndun kynfæra. 3) Hermaphroditismus. Þegar stúlkubarn, verður fyrir áhrifum androgen hormóna snemma á fósturskeiði, verða breytingar á ytri kynfærum sem geta verið allt frá vægri clitorisstækkun upp í fullmyndaðan penis með lokun á vagina. Þessi áhrif karlhormóna eru eingöngu á ytri kynfæri og má því búast við að þetta stúlkubarn hafi eðlileg innri kynfæri og eðlilega vagina þó svo að ytri barmar hafi lokast og líkist oft pung. Langalgengasta orsök androgen áhrifa á stúlku- fóstur er svokallað adrenogenital syndrom (u.þ.b. 1 af hverjum 5000 fæðingum). Þau börn fæðast með enzymgalla í nýrnahettum sem leiðir til ófullkominnar framleiðslu á cortisoli og stundum á salthormónum. Þess í stað framleiða nýrnahettur mikið magn af androgen hormónum sem geta valdið áðurnefndum breytingum á ytri kynfærum. Oft er erfitt að greina kyn þessara barna við fæðingu en auk þess eru þau í bráðri lífshættu ef cortisol og salt- hormónaframleiðsla er léleg. Ef móðir hefur verið meðhöndluð

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.