Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Síða 12
116
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
tilvik þar sem testosteronframleiðslan er í góðu lagi en kynfæra-
frumurnar sem eiga að skynja boð þess eru ónæmar að hluta eða
öllu leyti.
Hermaphroditismus er það kallað þegar til staðar eru í sama
einstaklingi bæði eistu og eggjastokkar. Þessi börn geta fæðst
mismunadi mikið vansköpuð, bæði á ytri og innri kynfærum.
Litningagerð getur verið af ýmsu tagi. Stundum er eista öðrum
megin og eggjastokkur hinum megin eða þessir vefir eru blandaðir
beggja vegna (ovotestis). Orsakir þessa eru ekki vel skýrðar.
Fyrstu viðbrögð
Það fyrsta sem venjulega er spurt um við fæðingu barns er
hvors kyns það sé og það er því að vonum mikið áfall fyrir for-
eldra og veldur miklum kviða þegar stendur á svari. Á miklu velt-
ur að halda rétt á málum allt frá upphafi. Allar vangaveltur og
getgátur gera aðeins illt verra og geta haft langvarandi og slæmar
afleiðingar. Eðlilegast er að skýra foreldrum frá því að kynfæri
barnsins séu ekki fullkomlega mynduð og geri það kyngreiningu
erfiða. Leggja skal áherslu á að barnið fari þegar í fullkomna
rannsókn hjá viðeigandi sérfræðingum og að henni lokinni verði
skorið úr um hvors kyns barnið sé. Taka skal skýrt fram, að að
lokinni þ'essari rannsókn muni ekki lengur vera vafi á kyni barns-
ins. Eitt það versta sem hægt er að gera, er að kyngreina barn til
bráðabirgða með það fyrir augum að breyta því svo ef þörf væri á
síðar. Þess eru mörg dæmi að foreldrar hafa átt afar erfitt með að
sætta sig við slíka breytingu, jafnvel þó aðeins sé um fáar vikur að
ræða.
Helstu rannsóknir
Eins og nærri má geta er litningarannsókn ein af fyrstu og
mikilvægustu rannsóknunum, þegar um er að ræða barn með
óeðlileg kynfæri. Sú rannsókn tekur þó alla jafnan nokkra daga.
Ef grunur leikur á að barnið geti haft svokallað adrenogenital
syndrom, bráðliggur á að greina það rétt og setja barnið á viðeig-
andi meðferð strax. Þá þarf að fylgjast vel með blóðsöltum því að
hætta er á h yponatremiu og hyperkalemiu. Til nánari greiningar
er sent serum til mælinga á 17-hydroxyprogesteron en það er
forstig karlhormóna frá nýrnahettuberki og hækkar jafnan í þess-