Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 14

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 14
118 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ fermingaraldur að ógerlegt væri að hjálpa honum til að ná eðlileg- um kynþroska. í öllum þessum tilfellum þurfa foreldrar mikinn stuðning. Oft er mikill kvíði, stundum er sektarkennd eða jafnvel ásakanir (hverjum er þetta að kenna?). Þörf er á endurteknum viðræðum og útskýringum og þessi börn þurfa gjarnan að vera í reglubundnu eftirliti, að minnsta kosti fram yfir kynþroskaaldur. Þegar um arfgeng vandamál er að ræða, þarf að útskýra þau vel fyrir foreldrum og stundum þarf ráðgjöf varðandi framtíðar barneignir. Margt bendir til þess að hjá börnum sé kynvitund (gender identity) fastmótuð fyrir eða um 18 mánaða aldur. Sýnt hefur verið fram á að tilraunir til að skipta um kyn barns eftir þann aldur leiði til djúpstæðra og alvarlegra sálrænna truflana. Þetta undirstrikar að sjálfsögðu brýna nauðsyn þess að kyngreina börn fljótt og taka snemma skýra og ákveðna afstöðu. Þeir sem starfa við fæðingarhjálp gegna Iykilhlutverki þegar barn fæðist með óeðlileg kynfæri. Auk þess sem skjót viðbrög geta bókstaflega bjargað lífi barnsins, er það foreldrum ómetan- leg hjálp ef á þessum málum er haldið á skilningsríkan hátt frá upphafi og það auðveldar þeim biðina þar til endanleg niðurstaða fæst. HEIMILDIR: 1. Gardner L. I. Endocrine and Genetic Diseases in Childhood and Adolescence Phila- delphia, London, Toronto W. B. Saunders Co. 1975. 2. Dewhurst C. J. The Child of Ambiguous Sex. Pediatric Annals 3: 38-56 1974. 3. Conte F.A. Grumbach M.M. Pathogeneses, Classification. Diagnosis, and Treatment of Anomalies of Sex. Endocrinology 1317-1351 Ed. de Groot L. J. et. al. Grune and Stratton 1979. 4. Federman D. D. His And Hers. New Engl. J. Med 290: 1137-1138, 1974. 5. Crawford J. D. It’s A Boy. New Engl. J. Med. 291: 976-977, 1974.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.