Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Page 21

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Page 21
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 125 lægra staða, því þótt maður komi í manns stað, skilur hver nemandi eftir viss spor í huga okkar, og enginn er öðrum líkur. Á íslandi hófst skipulögð kennsla í ljósmæðrafræði með erindisbréfi Bjarna landlæknis Pálssonar, 19, maí 1760. Síðan hafa orðið geysilegar breytingar á kennslunni, svo og starfssviði ljósmæðra. Sérstaklega hafa orðið gífurlegar breytingar á fæðingarfræðinni síðastliðin 30 ár, en vísindin og tæknivæðingin hafa stórbreytt horfunum hvað varðar móður og barn, svo það telst til undantekninga að illa fari. Þrátt fyrir þetta lít ég svo á, að það sé mikil list að vera góð ljósmóðir, eða góður fæingarlæknir, og hin mannlegu tengsl á milli móðurinnar og þeirra sem annast hana eru jafnmikilvæg og áður. En það er ekki langt síðan hindurvitni og hjátrú voru þau hálmstrá sem haldið var í þegar við stóðum gagnvart óvissunni um hvernig mundi fara, einnig þegar um barnsburð var að ræða. Ég ætla því að segja ykkur svolitið frá hugmyndum manna fyrr á tímum varðandi það að fæðast í sigur- kufli, þ.e.a.s. að fæðast í heilum belgjum. Áhugi minn á þessu fyrirbæri vaknaði þegar ég var stúdent og tók á móti barni í fysta sinn á gömlu fæðingardeildinni árið 1949, en það fæddist einmitt á þennan hátt. Margrét Guðmundsdóttir, yfirljósmóðir, leiðbeindi mér við fæðinguna og sagði: „Þetta er heillamerki fyrir barnið og reyndar líka fyrir þig, ætli þú yrðir ekki bara farsæll í starfi, ef þú legðir það fyrir þig að verða fæðingarlæknir.” Um öll lönd var það álitið mesta hnoss sem barnið gat h lotið að fæðast i sigurkufli og almennt álitið að gæfa °g gengi fylgdi því á lífsleiðinni. Rómverski keisarinn Antonius Diadematus, sem fæddist 208 e. Kr. fékk það nafn vegna þess að hann fæddist í sigurkufli, en diadem þýðir djásn. Samt sem áður var hann nú myrtur á unga aldri. Margt getur þó misskilist, og svo fór um afbrýðisaman eigin- niann, sem hafði grun um að konan hans hafði verið í tygjum við fransiskan munk. Konan þorði því ekki að stunda kirkjugöngur. Svo eignuðust hjónin son, sem fæddist í sigurkufli. Sagan, sem yar rituð árið 1500 segir, að þá hafi móðirin orðið mjög hamingjusöm og vonast til að auka enn á gleði bónda síns með því að segja honum, að sonur þeirra hefði fæðst í sigurkufli, en henni varð á að segja, að hann hefði litið dagsins ljós í munkakufli. t*egar eiginmaðurinn heyrði þetta tók hann það sem sönun þess að

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.