Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Page 24

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Page 24
128 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ „Kæru vinir, hjartans þakkir, en ég vil að þið vitið að þessu hefði ég aldrei komið til leiðar án framlags samstarfsmanna minna á deildinni.” Ég vil að lokum þakka samkenurum mínum við skólann fyrir gott starf, en þó sérstaklega þeim Kristínu Tómasdóttur, yfirljós- móður og Evu Einarsdóttur, ljósmæðrakennara, fyrir þátt þeirra í stjórnun, skipulagningu og kennslu við skólann. Eins og áður hefur samstarfið verið sem best og allir hafa lagst á plóginn með áhuga. Einnig þökkum við frábærar veitingar frá eldhúsinu og yngri nemendum fyrir að ganga svo glæsilega um beina. Og að lokum kæru ungu ljósmæður, fyrir hönd kennara ykkar og skólans og allra annarra viðstaddra — til hamingju með daginn. ▲ ▲▲ Þakkirtil Gísla Sigurbjörnssonar forstjóra Undanfarin ár hafa ljósmæður orðið áþreifanlega varar við mikla velvild og rausn frá velunnara Ljósmæðrafélags íslands, Gísla Sigurbjörnssyni, forstjóra á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Nú í sumar sýndi hann öldruðum ljósmæðrum sérstakan sóma, með því að bjóða 6 öldruðum ljósmæðrum til vikudvalar að Ási í Hveragerði. Stjórn Ljósmæðrafélagsins metur mikils alla virðingu við þær ljósmæður, sem skilað hafa löngu og erfiðu starfi. Stjórn félagsins þakkar Gísla Sigurbjörnssyni fyrir þetta rausnarlega boð, og ljósmæðurnar sem nutu dvalarinnar, senda alúðarþakkir fyrir ánægjulega dvöl og frábæra umönnun. Stjórnin

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.