Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Side 25

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Side 25
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 129 Hulda Jensdóttir: Fundur norrænna Ijósmæðrasam- bandsins árið 1981 Árlegur fundur norræna Ijósmæðrasambandsins, var að þessu sinni haldinn á Álandseyjum, Mariehamn. Fundurinn hafði þá sérstöðu nú að taka yfir tvo heila daga, frá árla morguns til síðla kvölds, í stað eins dags áður, auk þriðja dagsins, sem notaður var til landkynningar og skoðunarferða um eyjarnar. Fundi norræna sambandsins er fyrst og fremst ætlað að styrkja norræna samvinnu og kom öllum saman um mikilvægi þessa árlega fundar. Umræðan snýst gjarnan um: menntun ljósmæðra, starfsréttindi ljósmæðra og framtíð þeirra sem stéttar, með meiru ' þá veru, og svo var og nú. Menntun ljósmæðra á Norðurlöndum er um margt ólíkt, sem er að sjálfsögðu bagalegt. Öllum kom því saman um að æskilegt væri að samræma námið meir en nú er, sem þá mundi væntanlega létta af ýmsum hömlum og opna leiðir til meiri atvinnuréttinda og atvinnumöguleika landanna á milli, og vandamálin mörg og sum flókin að leysa. Til dæmis að nefna. Finnskar ljósmæður eiga bágt með að sætta sig við að starfsheiti þeirra sé í raun úr sögunni og Ijósmæðraskólinn, sem slíkur, allur. Lítt vongóðar eru þær uni, að úr þessu verði aftur snúið. Sænski ljósmæðraskólinn sem slíkur heyrir einnig fortíðinni til, en starfsheiti sínu halda sænskar ijósmæður fast, og þeir karlmenn sem taka þetta sérnám heita óhagganlega kvenkynsheitinu „barnmorska”. Sænskar Ijósmæð- ur eru vel menntaðar og standa fast saman um starfsréttindi sín, þar fá engar aðrar heilbrigðisstéttir að koma inn fingri. Endur-

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.