Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 26

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 26
130 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ hæfinganámskeið, sem aldrei eru lengri en 3—5 dagar í einu, eru haldin oft og víða. Hvert námskeið tekur þá eitthvert sérstakt efni til meðferðar, svo sem: að sitja yfir, heilbrigt barn, getnaðarvarnir, foreldra- fræðsla o.s.frv. Á næsta ári koma ný lög til framkvæmda í Svíþjóð. Allir þeir sem ætla sér að vinna við hjúkrunarstörf, hefja sitt nám i svo- kallaðri „várdlinje”. Eftir 2 ár verður viðkomandi sjúkraliði, nemur þar staðar eða heldur áfram, fyrr eða siðar. Bætir þá við sig 2 árum í svokallaðri ,,hálso- og sjukvárdslinje” og er þá almennur hjúkrunarfræðingur, sem þarf að vinna sem slíkur í hálft ár til að öðlast réttindi til frekara sérnáms. Fæðingarfræðin mun þá taka eitt ár, sem sérnám. Meginástæða þessara breytinga er hagræðing, er veitir viðkom- andi aukna möguleika til náms, og hitt, að minnka kostnaðinn fyrir rikiskassann, því nám hjúkrunarstétta, ásamt heilbrigðis- þjónustunni í heild, er að sliga velferðarrikið Svíþjóð. Til gamans má geta þess, að mál þetta var mjög til umfjöllunar í sænskum fjölmiðlum þá daga sem ég dvaldi þar að fundi loknum. M.a. komu islenskir læknar, búsettir og starfandi í Svíþjóð, fram í sjónvarpi, þar sem þeir svöruðu spurningum og gerðu grein fyrir gífurlegum kostnaði ýmissa liða innan heilbrigðisþjónustunnar og bentu jafnframt á nokkur atriði, er verða mættu til bóta. Sænska ljósmæðrafélagið er sterkt félag, sem telur 3.800 með- limi, er stéttarfélag, sem semur fyrir sitt fólk. Hið sama er að segja um danska ljósmæðrafélagið, sem hefur sinn eigin atvinnu- leysissjóð, einnig lífeyrissjóð fyrir eldri ljósmæður, sem ekki komust inn í kerfið. Seinni ár hafa bæði þessi félög getað snúið sér mikið frá launa- baráttunni, í stað þess snúið sér í ríkari mæli að félagslegum og menntunarlegum umbótum. Danski ljósmæðraskólinn er enn sem fyrr 3ja ára ljósmæðra- skóli, og engan bilbug til breytinga er þar að finna. Danskar ljós- mæður halda fast við sitt starfsheiti, og sinn rétt sem stétt með eigin skóla. Mikil aðsókn er að skólanum, 900—1000 hvert ár, aðeins 60 komast að. Farið er eftir ákveðnum meginreglum til að leysa þann mikla vanda, sem stjórnendur skólans þurfa að takast á við, hvað þetta varðar. Þ.e., 25—30 eru teknir inn, sem hafa

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.