Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Page 29

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Page 29
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 133 Haustfundur Félagsfundur í Ljósmæðrafélagi íslands haldinn 30. september 1981, að Grettisgötu 89 Fundurinn var haldinn í tilefni af útskrift 12 ljósmæðra frá Ljósmæðraskóla íslands, 26, september sl. Formaður, Vilborg Einarsdóttir, setti fundinn og hóf mál sitt með því að árna ungu ljósmæðrunum heilla í starfi og bjóða þær velkomnar til samstarfs í Ljósmæðrafélagi íslands. F.h. félagsins færði hún nýju ljósmæðrunum rósavönd ásamt lögum félagsins og ritinu Ljósmæðrafræðsla og ljósmæðrastétt á íslandi, eftir Sigurjón Jónsson lækni. Félagsfréttir Formaður sagði frá störfum fræðslunefndar. í undirbúningi er, að halda námskeið fyrir ljósmæður, í nóvember n.k., þar sem fræðsluefnið verði: Foreldrafræðsla og mæðraleikfimi. Ennfremur flutti formaður fréttir frá félagsstarfi innan B.S.R.B. Formannaráðstefna var haldin 22.—24. september sl. Þar var fyrst og fremst fjallað um stefnu B.S.R.B. í gerð kjara- samninga um næstu áramót. Formaður L.M.F.I. sat ráðstefnuna ásamt Gróu M. Jóns- dóttur, formanni launamálanefndar. Fyrirhugaðar eru tvær ráðstefnur fyrir áramót. Sú fyrri 15.—17. október n.k., þar verður fjallað um lífeyrismál og sú síðari 5.—7. nóvember, um starfsmál. Báðar ráðstefnurnar eru opnar, en þátttöku þarf að tilkynna á skrifstofu samtakanna að Grettisgötu 89. Starfsmenntunarsjóður Formaður kynnti tildrög að stofnun sjóðsins og las reglugerð fyrir hann, en fjármálaráðuneytið gaf út reglugerð um sjóðinn 15. júní 1981.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.