Ljósmæðrablaðið - 01.04.1983, Side 5
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
5
ATLI DAGBJARTSSON, GUNNAR BIERING og
HÖRÐUR BERGSTEINSSON, barnasérfræðingar á
Vökudeild Barnaspítala Hringsins
Eftirlit með áhættubörnum
(High risk infants)
Erindi flutt á ráöstefnu um mæöravernd og nýburaþjónustu
21.05.82
í upphafi skyldi endinn skoða.
Enda þótt miklar framfarir hafi orðið í fæðingarfræði og
nýburafræði á undanförnum árum, verður því markmiði aldrei
náð að unnt verði að forða öllum börnum frá því að fæðast með
varanlega fötlun.
í mjög mörgum tilfellum er fötlunin ógreinanleg strax eftir
fæðinguna, en kemur smám saman í ljós þegar barnið eldist.
Samdóma álit þeirra, sem vinna með andlega og/eða líkamlega
þroskaheft börn er, að því fyrr sem börnin koma til meðferðar,
þeim mun betri árangurs er að vænta af meðferðinni.
Á Barnaspítala Hringsins á Landspítalanum hefir verið starf-
rækt nýburadeild frá því í ársbyrjun 1976. Göngudeildareftirlit
með þeim börnum, sem dvalið hafa á deildinni, hefir farið fram í
Göngudeild Landspítalans. Segja má að göngudeildareftirlit okk-
ar hafi verið með dálítið öðru sniði en gengur og gerist, því að
með athugun okkar á börnunum, erum við að leita að einkennum,
sem bent geta til skemmda, og þá fyrst og fremst taugakerfis-
skemmda, sem afleiðingu af sjúkdómi eða ástandi á meðgöngu
eða við burðarmál.
Áhættuböm
Áhættubörn köllum við þann hóp barna, sem líklegust eru til
þess að sýna einkenni um skemmd. Það gefur auga leið að við
skilgreiningu á þessum hópi leitumst við við að ná í hann öllum
börnum, sem síðar verða að einhverju leyti i smáu eða stóru fötl-
uð.