Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 30

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 30
30 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Frá Kjaranefnd Ljósmæðrafélags íslands um sérkjarasamninga Ljósmæðrafél. ísl. Fyrsti fundur með fulltrúum ríkisins um sérkjarasamninga Ljósmæðrafélags ísl. var haldinn 29. jan. ’82. Á þessum fundi var lögð fram kröfugerð félagsins. KRÖFUGERÐ LJÓSMÆÐRAFÉLAGS ÍSLANDS um sérkjarasamning, sbr. II. kafla 7. gr. laga nr. 29 frá 1976 um kjarasamninga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Ljósmæðrafélag íslands gerir þær kröfur nú, að í þessum sér- kjarasamningum verði leiðrétt það launaflokkamisrétti sem Ijós- mæður hafa orðið að þola í gegnum árin. Þess vegna fer félagið fram á, að störfum ljósmæðra sem vinna hjá ríkinu eða stofnunum þess skuli raðað í launaflokka þannig, að laun ljósmæðra verði hin sömu og greitt er fyrir sambærileg störf innan heilbrigðisstétta, þ.e.a.s. hjúkrunarfræðingar. Ljósmæðrafélagið gerir þann fyrirvara: Að áskilinn sé réttur til að leggja fram ferkari kröfur meðan á viðræðum stendur. F.h. Ljósmæðrafélags íslands Vilborg Einarsdóttir formaður Á móti bauð ríkið 0,5—0,7% launahækkun sem fulltrúar félagsins höfnuðu alfarið. Annar fundur með fulltrúum ríkisins var haldin 18. 02. ’82 án árangurs, og fóru því sérkjarasamningar félagsins þar af leiðandi fyrir kjaranefnd, og voru þeir lagðir þar fram af fulltrúum félags- ins og ríkisins e.h. þann 18. 02. ’82. Rökstuddu þar kröfugerðina fulltrúar í kjaranefnd ásamt for- manni félagsins.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.