Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Side 17

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Side 17
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 53 Við kynntumst Sigurði haustið 1982. Þegar við hófum nám í Ljósmæðraskóla íslands. Allar höfðum við haft af honum spurnir þegar við vorum við starfsnám frá Hjúkrunarskólanum á Kvennadeild Landspitalans. Sigurður var ekki einungis skólastjóri og góður kennari heldur var hann mjög góður vinur okkar allra. Hann hafði frábæra kímnigáfu sem við kunnum vel að meta og var oft og mikið hlegið í frimínútum sem og kennslustundum. Þar sem þetta var fyrsta skiptið sem hjúkrunarmenntun var skilyrði fyrir inngöngu í skólann voru ýmsar breytingar gerðar á náminu og tók Sigurður mikið tillit til skoðana okkar og var alltaf tilbúinn til að skoða hlutina frá okkar sjónarmiði. Sigurður lagði mikla áherslu á að ljósmæður væru vel menntaðar og stuðlaði hann sífellt að bættri menntun ljósmæðra. Allt frá haustinu 1983 fórum við nemarnir að leggja drög að útskriftarferð. Fljótlega var Skotlandsferð efst á blaði en þangað var ekki hægt að fara án Sigurðar. Það varð úr að hann fór með okkur 26. júní 1984 i vikuferð. Hann sá um alla skipulagningu kynnisferða á fæðingastofnanir í Glasgow og Dundee. Til Edinborgar fórum við einnig og þar nutum við frábærrar gestrisni ættingja og vina Sigurðar. Var þetta frábær endir á skemmtilegu og kröfuhörðu námi. Við fráfall Sigurðar misstum við vin og Kvennadeild Landspítalans öflugan og virtan prófessor, sem vann að stöðug- um endurbótum deildarinnar. Viljum við þakka Sigurði fyrir samfylgdina. Viljum við votta eiginkonu, börnum og ættingjum okkar dýpstu samúð. Anna Guðný, Auðbjörg, Björg, Elín, Katrín og Þórgunnur

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.