Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Page 4

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Page 4
Fréttir irá stjórn Nú er nýtt starfsár byrjað og mikið sem liggur fyrir. Við lukum síðasta ári með vinnu við útgáfu á handbók ljósmæðra — Fylgja — sem kom svo út nú eftir áramót. Ritstjóri bókarinnar er Helga Birgisdóttir ljósmóðir. Ætlunin er að bókin komi út árlega. Bókin hefur selst vel, þó eru nokkur eintök eftir og þið, sem ekki hafið enn keypt hana, skuluð endilega láta verða af því sem fyrst. Nýja árið byrjaði með samningalotu um kaup og kjör. Þessir samningar eru að því leytinu sérstakir að verið er að reyna nýjar leiðir. Hvort það tekst veit enginn, en það þótti þess virði að reyna. Nú, ef þetta gengur ekki, þá er samningum sagt upp og við byrjum upp á nýtt. Heilbrigðisráðuneytið ætlar að hætta að reka fagskóla sem tilheyrt hefur því ráðuneyti og fer því Ljósmæðraskóli Islands yfir í menntamálaráðuneytið. Starfað hefur nefnd um framtíð Ljósmæðraskólans. I þessari nefnd starfa eftirtaldir fullrúar: Ljósmæðrafélag íslands: Margrét Guðmundsdóttir, Guð- rún Guðbjörnsdóttir og Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir. Hjúkrunarfélag Is- lands: Elínborg Jónsdóttir og María Finnsdóttir. Hjúkrunarfélag Háskólamenntaðra: Þórhildur Ágústsdóttir og Ingibjörg Einarsdóttir. — Mjög gott samstarf hefur verið innan nefndarinnar. Nefndin hefur haldið nokkra fundi og verkinu hefur miðað þokkalega áfram, en of snemmt er að segja til um árangur. Kringlan verður með heilsudaga eins og undanfarin ár og bauð Ljósmæðra- félaginu þátttöku. Heilsudagar verða á tímabilinu 01.03. —17.03. Kjörorð heilsudaganna er: Bætt heilsa betra líf. 2 I—IÓSMÆÐR ABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.