Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 21

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 21
/ móðurkviði (Þýðing Freyju Magnúsdðttur, ljós- móður úr greininni „Darinne i magen sker livets under“, sem birtist í sænska blaðinu Viföraldrarnr. 10, okt. 1989). Æ fleiri vísindamenn beina sjónum sínum að rannsóknum á fósturþroska og nýfæddum börnum. Það þarf e.t.v. ekki að koma á óvart því vissulega er það kraftaverk sem á sér stað þegar nýtt líf kviknar. Rannsóknir á þessu sviði geta varla talist gamlar. Það eru ekki nema u.þ.b. tveir áratugir síðan lit- ið var á hið nýfædda barn sem óþrosk- aða og vanhæfa veru. Um fóstrið var enn minna vitað. Það var t.d. fyrst árið 1970 sem hægt var að segja með vissu að fóstrið andaði, en fóstrið byrjar að æfa öndun einhvern tíma í 11. viku. I dag beinast rannsóknir vísinda- manna að því að geta nánar sagt til um það hvernig hinn ótrúlegi þroski fósturs úr frumuböggli í fóstur og síðan mann- eskju gengur til. Prófessor Hugo Lagercrantz við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi gaf út núna í haust bók sem hann nefnir ,,Den ofödda mánn- iskan“. Hann gerði örlitla samantekt úr þessari bók fyrir blaðið ,,Vi föráldrar". Ekki allt vitað A vissan hátt er það svolítill léttir að vita að ennþá eru ekki til svör við öllu. Það er t.d. ekki alveg vitað hvernig upphaf fósturmyndunar gengur fyrir sig, en þremur dögum eftir frjóvgun myndast frumuhópur með 32 eins frumum sem stjórnar hvaða frumur verða að taugafrumum, hverjar verða vöðvafrumur, hverjar verða meltingar- frumur o.s.frv. Það er heldur ekki vitað hvað ræður því að fóstrið vex og af hverju það vex ekki meira. Hið frjóvg- aða egg skiptist aðeins 44 sinnum á meðgöngutímanum á meðan t.d. bakt- eríufrumur geta skipt sér 44 sinnum á sólarhring. í 4. til 8. viku fósturþrosk- ans þrefaldar fólstrið lengd sína og margfaldar þyngd sína 50 sinnum. Ef vöxturinn héldi áfram í þeim takti þá yrði hið nýfædda barn 100 metra langt og 14 tonn að þyngd við fæðingu! Hvað það er sem fær vöxtinn til að hægja á sér er sem sé ekki vitað. Rannsóknir eru gerðar á hinum flóknu þáttum er liggja að baki þroska heilans. Frumumyndun hans hefst í 3. viku eftir frjóvgun og heilinn heldur áfram að þroskast allt lífið. Hröðust er þróunin í 10.—2Ó. viku meðgöngu en þá myndast 250 þúsund nýjar heila- ljósmæðrablaðið 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.