Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Side 24

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Side 24
Brautryðjendastarf í sögu ljósmæðra á Islandi Rætt við Helgu Birgisdóttur Ijósmóður og ritstjóra nýútkominnar handbókar ljós- mæðra ,,Fylgju“. VIÐTAL: GÍGJA SVEINSDÓTTIR, ljósmóðir Út er kornin á vegum Ljósmæðrafé- lags íslands, handbók fyrir ljósmæður. Þetta er í fyrsta sinn sem bók af þessu tagi kemur út hér á landi og er útgáfa hennar því merkur áfangi í sögu Ljós- mæðrafélagsins. Sú manneskja sem borið hefur hit- ann og þungann af útgáfu verksins er Helga Birgisdóttir ljósmóðir, sem með- al annars sá um efnisöflun, ritstjórn og hönnun bókarinnar. Hver er aðdragandinn að útgáfu bók- arinnar? Hugmyndin að útgáfu handbókar fyr- ir ljósmæður kom upphaflega frá Hildi Kristjánsdóttur ljósmóður. Hún bar hana upp við mig í mars ’89 og leist mér strax vel á og var til í að vinna að gerð slíkrar bókar, þó að ég hefði ekki tíma þá. I september síðastliðinn ákvað ég svo að drífa bókina af stað svo að hún gæti komið út um áramótin. Það varð því að setja allt á fullt strax í byrj- un, því bókin þurfti að vinnast á methraða. Eg fékk Margréti Guðmundsdóttur formann Ljósmæðrafélagsins til að vinna að bókinni með mér og fékk hún 22 ___________________________________ samþykki stjórnar félagsins fyrir útgáfu hennar. Ég byrjaði síðan á að skrifa niður hugmyndir um efni í bókina og fékk einnig ýmsar góðar ábendingar frá öðrum. Við Margrét unnum svo að efn- isöflun og leituðum við til margra aðila um að leggja fram efni og tóku þvi flest- ir vel. Mesta vinnan fólst síðan í því að ,,fínpússa“ efnið og virtist sem að endalaust væri hægt að betrumbæta og bæta við. Hver er tilgangurinn með útgáfu bók- arinnar? Tilgangurinn var að sameina hagnýt- ar upplýsingar fyrir ljósmæður í litla I—IÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.