Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Page 30

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Page 30
ÁSTÞÓRA KRISTINSDÓTTIR, ljósmóðir: Hyp eremesis Gravidarum Inngangur: Þetta er skrifað í þeim tilgangi að geta nýst starfsfólki að leiðbeina og fræða sjúklinga sem eru með þennan sjúk- dóm, punktar til að ganga út frá við fræðsluna. Fræðslan er nauðsynleg til að konan geti skilið eðli sjúkdóms, tilgang með- ferðar og nauðsyn þess að meðhöndl- un sé svo kröftug sem raun ber vitni. Fræðslan er einnig nauðsynleg til að létta áhyggjum af konunni þar sem hún hefur skiljanlega áhyggjur af ástandi sínu og ekki síst hvernig barnið verði þ.e. hvort það hljóti ekki skaða af og t.d. vegna lyfja sem oft er nauð- synlegt að gefa konunni á meðan þetta sjúkdómsástand varir. Markmið fræðslunnar er því að: — konan viti og skilji afleiðingar og ,,or- sakir“ sjúkdómsins, — konan sé sátt við meðferð m.t.t. lyfja o.þ.h. — konan skilji tilgang meðferðar. Skilgreining: Uppköst á meðgöngu sem leiða til 28 ___________________________ þurrks og sveltis konunnar. Er oftast bundið við fyrstu 6 til 12—16 vikur meðgöngunnar. Orsakir: Uppköstum er stjórnað af tveim stöðvum í heila. A — emetic stöð stjórnast af boðum frá stöð í heila sem svo aftur stjórnast af boðum frá meltingarvegi. B — chemo-receptor trigger zone (CTZ) er örvuð af nemum víðsvegar um líkamann. Þegar nemarnir skynja breytingu senda þeir boð til CTZ og framkalla uppköst sem svo hefur aftur áhrif á stöð A, er þá kominn vítahring- ur. Örvun á stöð A veldur því að ógleði kemur og síðan fylgja uppköstin. Hyperemesis gravidarum er á fyrstu 6 til 12—16 vikum meðgöngunnar. Or- sökin er ekki þekkt en álitið er að hækkun á oestrogeni og/eða HCG (human chorionic gonadotrophin) sem er í hámarki um 12 vikna meðgöngu hafi annað hvort eða bæði áhrif á stöð B (CTZ) í heila og valdi þar með upp- köstum. Ekki er heldur vitað um áhrif ________________ 1_IÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.