Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Síða 31
andlegrar líðanar konunnar en þó þyk-
ir víst að ef konunni líður illa andlega
verður sjúkdómsástandið oft verra. Álit-
ið er að andleg líðan hafi áhrif á stöð A
í heila.
Ahættuhópar:
— Konum með fleirbura virðist hætt-
ara við að fá hyperemesis,
— konum með trophoblastiska sjúk-
dóma, s.s. mola,
— konum sem hafa sögu um endurtek-
in fósturlát,
— konum með erfiðar andlegar og fé-
lagslegar aðstæður.
Einkenni:
Eru mjög mismikil eftir alvarleika
sjúkdómsins, við uppköst og svelti
koma fram eftirtalin einkenni:
Dehydration,
vökva- og elektrolytaójafnvægi,
metabolisk acidósa,
hypopróteinaemia,
hypovitaminosis,
gula og blæðingar vegna B og C víta-
mínskorts,
hypoprothrombinaemia sem getur leitt
til blæðinga í slímhimnum,
fósturdauði og óafturkræfar metabol-
iskar breytingar hjá konunni.
Rannsóknir:
Blóð- og þvagprufur eru teknar til að
fylgjast með vökvabúskap konunnar.
Fylgjast þarf vel með niðurstöðum
beirra og grípa fljótt inní ef með þarf.
Eftirlit á deild:
Konur eru lagðar inn til að koma í
veg fyrir að ástandið verði mjög slæmt.
Því fyrr sem gripið er inní því betri eru
horfur fyrir móður og fóstur. Fylgjast
þarf með:
— magn og tíðni uppkasta,
— vökva- og fæðuinntekt, nákvæm
vökvaskrá,
— vigta daglega,
— fylgjast með rannsóknarniður-
stöðum,
— hlusta eftir fósturhljóðum,
— fylgjast með vexti og þroska fósturs,
— fylgjast með líðan konunnar, and-
lega og líkamlega,
— fylgjast með infusion,
— fylgjast með merkjum um gulu,
— fylgjast með blæðingum úr slím-
himnum, t.d. blæðir við tannburst-
un, marblettir o.þ.h.
Hjúkrun og meðferð:
Miklu máli skiptir að útskýra vel fyrir
konunni tilgang meðferðar og fullvissa
hana um að meðferðin auki líkur á að
meðgangan gangi vel og fóstrið bíði
ekki tjón af sjúkdómnum né með-
ferðinni.
Hafa konuna á rólegri, góðri og
huggulegri stofu. Velja stofufélaga
m.t.t. rólegheita.
— Gefa vökva í æð og vítamín til að
leiðrétta vökvabúskap líkamans.
— Hafa fastandi til að byrja með til að
hvíla konuna.
— Etv. róandi lyf (sjá nánar seinna).
— Reyna að ná góðu sambandi við
konuna og fá hana til að tala um að-
stæður sínar.
— Leggja áherslu á að þetta sé einung-
is tímabil meðgöngunnar sem komi
til með að ganga yfir.
ljósmæðrablaðið
29