Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Síða 38

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Síða 38
Geislun Geislun var fyrsti umhverfisþátturinn sem sannaðist að hefði fósturskemm- andi áhrif. í kringum 1920 var upp- götvað að barnshafandi konur, sem fengu geislameðferð við illkynja mein- um á mjaðmasvæði, eignuðust börn með mikla galla í miðtaugakerfi og beinum, með of lítinn heila og andlega þroskaheft. Svipaðir gallar komu fram hjá börnum kvenna sem urðu fyrir geislun frá kjarnorkusprengjum sem varpað var á Nagasagi og Hiroshima 1945. Röntgengeislar geta skaðað fóstr- ið fyrstu mánuðina. Núna fara barns- hafandi konur ekki í röntgengeislun ef mögulega er hægt að komast hjá því.3 Lungnamyndir og myndir af höfði má taka á síðasta þriðjungi meðgöngu ef nauðsyn krefur og er þá fóstrinu skýlt með blýsvuntu. Síðast á meðgöngu þegar barnið er orðið fullburða eiga röntgengeislar ekki að skaða það. Lyf Snemma á 6. áratugunum var al- mennt álitið að einhvers konar hindrun í fylgju verndaði fóstrið fyrir áhrifum lyfja sem móðirin tók á meðgöngu. Eft- ir að áhrif Thalidomids komu í ljós, uppgötvaðist að mörg önnur lyf fara yf- ir fylgju og hafa fósturskaðandi áhrif. Aður en Thalidomid var markaðssett, var það reynt á tilraunadýrum. Einung- is var notuð ein tegund dýra, rottur, urðu ekki fyrir göllum, en kanínur sýndu galla. Ekki varð vart við að lyfið ylli neinum fósturgöllum. Lyfið hafði róandi verkun og var gefið við svefn- leysi og kvíða. Lyfið reyndist svo skað- legt að aðeins einn skammtur af því olli fósturgöllum ef lyfið var tekið 20—35 36 _________________________________ dögum eftir getnað. Fósturgallarnir voru mjög einkennandi, börnin fædd- ust með mikið gallaða útlimi og andlit. Lyfið leiddi til fæðingar þúsunda mikið vanskapaðra barna.3 Eftir að skaðsemi Thalidomids kom í ljós var sú stefna tekin að halda lyfja- notkun á meðgöngutíma í algjöru lág- marki, einkum þrjá fyrstu mánuðina þegar flest líffæranna eru að myndast og hættan á fósturskemmdum er því mest. Áfengi telst til lyfja og ættu konur alls ekki að neyta þess á meðgöngutíman- um til að vera öruggar um að skaða ekki fóstrið. Lítið magn af áfengi getur vald- ið skaða sé það notað á fyrstu vikun- um, þegar fósturvísirinn er í örum vexti og vefir og líffæri að myndast. Einkennin sem geta komið fram hjá barninu eru að það er óeðlilega smá- vaxið. Það getur verið þroskaheft, höf- uðsmátt og með ýmsan vanskapnað s.s. klofinn góm, óeðlilega lítil augu, af- lögun á andlitsbeinum, vanskapnað á útlimum, hjartagalla og galla á öðrum líffærum. Sé horft á höfuðið frá hlið, þá skagar ennið óeðlilega fram, nefið er söðulbakað stutt og uppbrett, efri vörin dregin aftur á við og hakan inn- dregin. Talið er að á hverju ári fæðist mörg hundruð vansköpuð börn á Norðurlöndunum vegna drykkju mæðranna.13 Mólikúl flestra lyfja er svo lítil að þau komast auðveldlega yfir fylgju og í blóð- rás fóstursins. Mjög mikilvægt er fyrir I—IÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.