Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Page 40

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Page 40
hafa myndað mótefni gegn veirunni áður en þær verða barnshafandi, eru ekki útsettar fyrir fósturgöllum, þó þær haldi áfram að bera veiruna í sér. Við sýkingu er móðirin einkennalaus. Eftir- farandi einkenni koma fram hjá fóstr- inu: heilaskemmdir, fæðist vangefið, of lítill heili, vatnshöfuð, stækkun lifrar og milta, truflanir á hreyfitaugakerfi, spastiskar hreyfingar og lamanir.5 Fæðast oft andvana. Veiran greinist í blóði móður. Einfrumungurinn Toxoplasma gondie veldur Toxoplasmosis. Þetta sníkjudýr er mjög útbreitt í hitabeltis- löndum og finnast mótefni í blóði gegn Toxoplasma í nærri 100% tilvika hjá fullorðnum þar. I Svíþjóð hafa nærri 20% fullorðinna mótefni gegn Toxo- plasma. Toxoplasma finnst í flestum dýrum með heitt blóð. Hundar, kettir og kindur eru talin sýkja menn. Sýking á sér oftast stað þegar neytt er kjötmet- is sem er ekki nógu vel steikt eða soð- ið. Toxoplasma er skipt í meðfætt form og áunnið. Meðfætt form er þegar sýking á sér stað á meðgöngutíma, en áunnið form er sýking eftir fæðingu. A fyrsta þriðjungi meðgöngu getur sýking valdið fósturdauða og fósturláti. A tveimur seinni þriðjungum meðgöngu eykst hættan á meðfæddu Toxoplasm- osis hjá fóstrinu. Einkenni hjá móður eru oft lítil og því erfitt að sjá fyrir fóst- urskemmdir fyrir fæðinguna. Þeir fóst- urgallar sem geta komið fram eru eftirtaldir: of lítill heili, vatnshöfuð, kalkanir í heila, heilahimnubólga, bólg- ur í augum, og stækkun á lifur og milta. Batahorfur eru slæmar fyrir barnið þótt reynd sé meðferð og fá börn lifa án mik- 38 ___________________________________ illa skemmda á miðtaugakerfi. Ef kon- an hefur eignast barn áður með Toxoplasmosis, er hættan á með- fæddu Toxoplasmosis ekki til staðar í seinni meðgöngu, vegna ónæmis- myndunar móðurinnar. Greinist í blóði, til að vinna á sýklinum er barninu gefið blanda af Sulfa og Bactrim lyfjum.5 Listeria Monocytogensesis orsakast af Gramjákvæðum B-hemolytiskum bakteríum. Kemur aðallega fyrir í kvik- fénaði, hænsnum og nagdýrum. Getur borist í menn með ógerilsneyddri mjólk eða í kjöti. Rannsóknir hafa sýnt að sýk- ing er algeng, en fullorðnir eru oftast einkennalausir. Fóstrið sýkist með blóðbraut um fylgju. Afleiðing sýkingar getur orðið vatnshöfuð, sem kemur vegna heilahimnubólgu. Greinist með blóðrannsókn og er meðhöndlað með lyfjum. Sárasóttarsýkillinn Treponema pall- idum fer ekki yfir fylgju og í fóstrið fyrr en eftir 16. viku meðgöngu. Sé Lues- próf jákvætt, er hægt að gefa Penicill- in. Omeðhöndluð sárasótt veldur alvar- legum göllum eða fósturdauða.5 Örfá- ar konur mælast alltaf jákvæðar í meðgöngu. Niðurbrotsefni úr HCG-hormóninu getur villt mælingu. Konan mælist svo neikvæð 6 vikum eft- ir fæðingu.7 4. FYRIRBYGGJANDI AÐGERÐIR Flestir fósturgallar eru þess eðlis að 1—IÓSMÆÐRABLAÐ1Ð

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.