Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Page 45

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Page 45
hana annast nú barnalæknir sem er sérmenntaður í meðfæddum sjúk- dómum. Enn eigum við langt í land að greina alla þá fjölmörgu meðfæddu galla sem þekktir eru, en hægt er að fylgjast með vexti og þroska fóstursins í meðgöng- unni á ýmsa vegu. Má þar nefna röntg- enrannsóknir, ómun, legástungur, fósturspeglun og fylgjuvefssýnatökur. Aðgerðir til að greina fósturgalla hafa flestar hverjar áhættu í för með sér fyrir fóstrið og því má ekki beita þeim nema í völdum tilvikum. Slíkar aðgerðir verð- ur að skipuleggja þannig að arðsemi þeirra verði sem mest og áhættan sem minnst.11 Röntgenrannsóknir Röntgenmyndataka af fóstri í með- göngu er elsta aðferðin til fósturskoð- unar.11 Með röntgenmyndatöku er hægt að greina mjög fáa t.d. útlima- galla og heilaleysi (anencephalus) en þó aðallega óeðlilegan beinvöxt. Suma galla í mjúkvefjum, s.s. ytri sköpulags- galla, er hægt að greina með því að sprauta inn í legvatnið skuggaefni. Slík rannsókn kallast ,,Amniography“ ef notað er vatnsleysanlegt skuggaefni og >,Fetography“ ef notað er fituleysan- legt skuggaefni. Skuggaefnið sest á húð fóstursins og sýnir útlínur þess mjög vel. Hætta á fósturláti fylgir þó þessum rannsóknum. Öllum röntgen- myndatökum á þunguðum konum þarf að stilla í hóf vegna áhrifa geislun- ar á fóstur, sbr. um geislun hér að fram- an. í dag eru röntgenrannsóknir til greiningar á fósturgöllum lítið notaðar. Hefur ómskoðun að mestu leyti leyst þær af hólmi. Omun Árið 1956 var byrjað að kanna nota- gildi örbylgna í fæðingarfræði, fyrsta áratuginn í tilraunastigi en 1970 var notkun þeirra orðin útbreidd. Það var síðan 1975 sem farið var að nota óm- skoðun á Kvennadeild Landspítalans.15 Örbylgjur eru hljóðbylgjur með hærri tíðni en mannseyrað greinir. Ómtækið sendir frá sér hljóðbylgjur og tekur síð- an við bergmáli þeirra og breytir því í mynd. Þannig er hægt að skoða fóstrið með mikilli nákvæmni. Ekki hefur ver- ið sýnt fram á nein skaðleg áhrif af notkun örbylgna á fóstrið. Þróun ómtækja hefur orðið mjög mikil á síðustu árum og hefur notkun þeirra aukist að sama skapi. í fyrstu var notaður hér B-scanner eða stillimynda- tæki en árið 1982 kom Realtime-scann- er eða hreyfimyndatæki á Kvennadeild- ina. Með hreyfimyndatækinu er hægt að sjá hjartað slá og hægt að sjá fóstrið hreyfa sig, sjúga puttana og jafnvel brosa. Hreyfimyndatækið spannar yfir minna svæði en stillimyndatækið og er því hægt að skoða einstök líffæri mjög vel.18 í dag fara allflestar konur hér á landi í ómskoðun á 18, —19. viku með- göngu. Á þeim tíma nýtist skoðunin best, þá fæst góð vitneskja um með- göngulengd, hægt er að skoða fóstrið ljósmæðrablaðið 43

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.