Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Síða 46

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Síða 46
vel með tilliti til sköpunargalla og hægt að staðsetja fylgjuna í leginu með mik- illi nákvæmni. Við 19 vikna skoðun er mælt þvermál höfuðs (biparietal dia- meter) og lengd langra beina fóstur, þ.e. lærleggs og upphandleggs. Öll helstu líffærin heilahólf, mæna, hjarta- hólf, magi, nýru, þvagblaðra og útlimir eru skoðuð vandlega og einnig er at- hugað legvatnsmagn. Þjálfuð augu þess sem annast óm- skoðunina ásamt nákvæmum tækjum hafa gert það kleift að greina ýmsa fóst- urgalla með ómun. Þeir eru helstir: — Gallar á höfði (anencephaly, hy- drocephaly microcephaly og andlitsgall- ar). — Gallar á mænu (spina bifida). — Nýrnagallar. — Gallar á meltingarvegi (garnir bunga út í kvið og lokun á meltingarvegi). — Utlimagallar. — Slæmir hjartagallar. — Vökvasöfnun í kviðarholi (accitis), lifrar- og miltisstækkun. Ómskoðun á fyrstu 12 vikum með- göngu er aðeins gerð ef meðgöngu- lengd er óviss eða ef meðganga er á einhvern hátt óeðlileg s.s. blæðingar, mikil ógleði eða afbrigðileg þykkt. Þá er hægt að: — Greina afbrigðilegar þunganir, dáið fóstur, fósturvisnun, blöðrufóstur og ut- anlegsfóstur. 44 _____________________________________ — Ákvarða meðgöngulengd. — Greina fleirbura. — Staðfesta meðgöngulengd m.t.t. legástungu og fylgjuvefssýnitöku. Ómskoðun á síðari hluta meðgöngu er gerð: — Ef grunur er um vaxtarseinkun hjá fóstri. — Til að greina lágstæða/fyrirsæta fylgju og mögulega orsök blæðingar. — Til að greina fósturstöðu vegna gruns um sitjandi stöðu eða þverlegu. — Fá síðabúna greiningu á fóstur- göllum.21 Legástungur og legvatnsrannsóknir Legástungur til greiningar á fóstur- göllum hófust hér á landi árið 1973. Legvatnssýnin voru í fyrstu send til Danmerkur til greiningar, þar sem tæknilega kunnáttu skorti hér á landi til slíkra rannsókna. Þegar sýnum fór að fjölga þótti sýnt að koma yrði upp að- stöðu hér og var þá hafist handa í áföngum og frá árinu 1978 hafa allar litningarannsóknir verið gerðar hér heima. Mælingar á AFP (alfa fósturpró- teinum) hófust hér á landi árið 1977.2 Litningarannsóknir og mælingar á AFP eru algengustu ástæður fyrir leg- ástungu en ýmsar fleiri rannsóknir, efnaskipta- og erfðarannsóknir, er hægt að gera á legvatni og legvatns- frumum. Helstu ábendingar fyrir legástungu eru: — Konur sem eru 35 ára og eldri við _________________ I—IÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.