Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Síða 48

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Síða 48
um með sérstöku næringaræti við lík- amshita í 10—12 daga. Síðan eru frumurnar látnar skipta sér margar í einu, en rétt fyrir frumuskiptingu er hægt að gera litningana sýnilega til skoðunar í smásjá. Smásjárrannsóknin felst í því að skoða litninga úr mörgum frumum, telja þá og rannsaka innri byggingu þeirra hvers um sig.11 Rannsóknin er vandasöm og tiltölu- lega seinleg en niðurstöður úr litninga- rannsóknum fást 2—3 vikum eftir ástungu. (Sjá mynd l.)10 Mæling á alfa-fósturpróteini (AFP) Alfa-fósturprótein er megineggja- hvítuefnið í blóðvökva fóstursins. Það er fyrst framleitt í nestispokanum en síðan að mestu leyti í lifur fóstursins. AFP er mælanlegt bæði í legvatni og í blóði móður. AFP kemur út í legvatnið frá fóstrinu með þvagi. Fóstrið drekkur síðan legvatnið og AFP er því endur- upptekið í görninni. Magn AFP í blóð- vökva fóstursins og í legvatni er mest á 13. —15. viku meðgöngu en fer síðan lækkandi. I legvatni er mun minna AFP eða 1/1000 af magni þess í blóð- vökva fóstursins. AFP er einnig mælan- legt í blóði móður en í mjög litlu magni. Þar er það mest á 32.-36. viku með- göngu (sjá mynd 2 og 3).16 AFP kem- 46 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.