Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Qupperneq 49

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Qupperneq 49
ur í blóð móður sennilega frá legvatni eða blóðvökva fóstursins með óbeinu ferli.17 Til að fá áreiðanlega niðurstöðu er best að mæla AFP í blóði móður á 15. —16. viku meðgöngu. Ef hækkun er á AFP er fyrst og fremst blóðprufan endurtekin. Síðan er gerð nákvæm óm- skoðun til að athuga hvort um fjölbura geti verið að ræða og til að fá ná- kvæma meðgöngulengd. Bæði fjölbur- ar og aukin meðgöngulengd hækkar AFP í blóði móður. Síðast er gerð leg- ástunga ef þurfa þykir. Þar sem magn AFP í legvatni er svo mismunandi eftir meðgöngulengd er nauðsynlegt að vita nákvæmlega um meðgöngulengd við ástunguna til að mæling verði marktæk. AFP er hækkað í legvatni, blóði fóst- urs og blóði móður ef um er að ræða: — Rof í miðtaugakerfi (opin spina bif- ida, anencephalus) AFP lekur út í leg- vatnið frá opinni mænu. — Nýrnagalla. — Lokun á meltingarvegi, fóstrið getur ekki kyngt legvatninu. — Garnir bunga út í kvið (omp- halocele). — Turner’s syndrome. — Fósturdauða. ~ Fleirbura. Ef AFP er lækkað getur það bent tih. — Trisomy 21 (Down’s syndrome). ~~ Trisomy 13 og 18. ~~ Mola hydatidiform. Mælingar á AFP eru framkvæmdar 3 öllum legvatnssýnum sem tekin eru á AFP í legvatni 2. MYND mg/líter AFP I blóði móður 3. MYND mg/líter t-JÓSMÆÐRABLAÐlÐ 47

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.