Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 8

Ljósmæðrablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 8
Hér eru ótal mál sem tengjast barneignaferlinu og okkur ljósmæðrum og gaman væri að kafa dýpra ofan í og ef til vill verður það tilefni frekari skrifa síðar en núna ætla ég2®3 láta staðar numið í von um að þið séuð einhverju nær um störf mín hérna. Eg sendi mínar allrabestu kveðjur til íslands og sérstaklega til bekkjasystra minna sem ég sakna svo mikið og allra þeirra góðu ljósmæðra sem hjálpuðu mér til þess að verða sú ljósmóðir sem ég er í dag. Með bestu kveðju frá Hong Kong, Hulda Þórey Garðarsdóttir. Ljósmóðir eða bissnesskona? Eitt enn sem ég hef þurft að taka mið af og hefur reynst mér talsvert erfitt er að vinna í einkareknu umhverfi og þurfa að hugsa út frá viðskiptasjónarmiðum. Að sameina fagleg vinnubrögð en um leið að reka fyrirtæki og byggja afkomu sína á því að viðskiptavinurinn sé ánægður er ekki eins einfalt og ég taldi í upphafi. Nú þarf ég að skilgreina mig sem þjónustuaðila og bisnesskonu - og stundum horfi ég á sjálfa mig og hugsa: Hvar er ljósmóðirin? Þetta er ferli sem ég mun alltaf fara í gegnum aftur og aftur, og oft finnast ég vera að guggna á hugsjóninni en sem betur fer held ég að hún muni aldrei týnast. Hvað sem peningum, menningu, landafræði, tækni og tíma líður veit ég að ég er alltaf fyrst og fremst ljósmóðir og listin felst í því að nota sér þá þekkingu og innsæi á þann hátt sem ljósmæðrum einum er lagið hvernig sem aðstæður eru. Skemmtilegt er fyrsta orðið sem mér dettur í hug, fjölbreytilegt líka og á allan hátt hvetjandi. Starf mitt hefur aldrei verið jafn líflegt og núna og reynslan er ómetanleg. Að kynnast svona mörgum þjóðum og fá innsýn inn í menningarheim fólks á þennan persónulega hátt er nokkuð sem ég mun alltaf verða þakklát fyrir og kunna að meta. Ég sé vel hvað er gott heima á Islandi en einnig hvað betur mætti fara og hvað við gætum lært af öðrum þjóðum. Það er margt sem ég sakna að heiman og svo sannarlega myndi ég gjarna vilja fá að taka á móti börnum án þess að fylla út óhappaskýrslu en á sama tíma get ég sagt að þetta er tækifæri sem ég mun aldrei sjá eftir að hafa gripið. Ljósmæðrablaðið apríl 2002

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.