Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 31

Ljósmæðrablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 31
vera með ofvöxt (fetal macrosomia) með tilheyrandi aukinni tíðni axlarklemmu taugskaða (Erb's palsy) og tíðni keisaraskurða og annarra inngripa í fæðingu er hærri. Þá hættir börnum til að fá sykurfall strax eftir fæðingu, fall í kalsíum, rauðkornadreyra (polycythemia) og hækkað bílirúbín (51). Ef greining og viðeigandi meðferð á sér stað á meðgöngu má koma í veg fyrir marga þessara fylgikvilla (52). Ofvöxtur fósturs er talinn aðalfylgikvilli meðgöngusykursýki og er árangur meðferðar ávallt metinn með tilliti til árangurs til að lækka tíðni þungbura (50). Meðferð á meðgöngu. Markmið meðferðar er að koma í veg fyrir of þung börn og fyrirbyggja burðarmálsdauða. Meðferð er fyrst og fremst fólgin í mataræði, með takmörkun á finum kolvetnum og heildarfjölda hitaeininga, en insúlínmeðferð er hafin ef blóðsykurmælingar eru yfir mörkum. Æskilegt er að halda fastandi blóðsykri <5,5mmól/L og blóðsykri einni klukkustund eftir máltíð <7,5mmól/L. Hár blóðsykur í kjölfar máltíðar tengist sterklega þungburum og því er heppilegast að mæla blóðsykur eftir máltíð, ólíkt því sem gert er í insúlínháðri sykursýki aftegundl (53). Konanmælirsjálfblóðsykur fjórum sinnum á dag, fastandi og einni klukkustund eftir máltíðir. Ef meðferð með mataræði ein og sér dugar til að halda blóðsykri innan marka má ef til vill draga úr fjölda mælinga. Langoftast dugar mataræði eitt og sér en ef mælingar eru yfir mörkum þarf að hefja insúlínmeðferð. Hér dugar venjulega meðferð með blöndu af langvirku og skammvirku insúlíni tvisvar á dag. Hreyfing. Jovanovic-Peterson og samstarfsmenn báru saman sykurstjórnun hjá konum með meðgöngusykursýki sem voru annars vegar á sykursýkismataræði eingöngu og hinsvegar á sykursýkismataræði og hreyfðu sig reglulega. Hópurinn sem hreyfði sig reglulega hafði marktækt lægri blóðsykur bæði fastandi og eftir máltíðir og var með eðlilegt sykurþol eftir 6 vikna þjálfun (54). Avery og félagar létu konur með meðgöngusykursýki stunda heimaþjálfun en fengu enga bót á sykurstjórnun þrátt fýrir þjálfun (55). Afþessu er ljóst að hreyfing er mikilvæg viðbót við meðferð og hana þarf að stunda undir eftirliti til að ná árangri. Eftirlitmeð ástandi fósturs. Ef insúlínmeðferð er beitt er fýlgst með fóstri eins og hjá konum með insúlínháða sykursýki. Ef sykursýkin er undir góðri stjórnun á mataræðismeðferð eingöngu, má nota sparkrit til dæmis frá 32-33 vikna meðgöngu til að fylgjast með líðan fósturs en bæta fósturhjartsláttarritum við síðar, eftir 34-35vikur (40). Ef önnur vandamál eru samhliða svo sem hækkaður blóðþrýstingur eða meðgöngueitrun, fyrri andvana fæðing eða mikil vaxtarfrávik er byrjað fyrr að fylgjast með fósturhjartsláttarriti, tvisvar í viku. Fylgst er með vexti fósturs með mælingu á hæð legbotns en einnig gert vaxtarmat með ómskoðun eftir þörfum. Gjarnan er fengið vaxtarmat skömmu fyrir fæðingu, til dæmis við 37-38 vikur, þegar ákveða á fæðingarleið. Þess ber að geta að vaxtarmat með ómun hefur meira frávik eftir því sem stærð fósturs víkur meira frá miðgildi. Ef við gefum okkur skekkjumörk 10% þá getur 5 kg barn mælst á bilinu 4500 - 5500g! Tímasetning fæðingar. Ovæntur fósturdauði á meðgöngu er algengari hjá konum með meðgöngusykursýki þrátt fyrir kjörmeðferð (49). Þess vegna er fæðing alla jafna framkölluð við 38-40 vikur. Ef aðrir áhættuþættir en meðgöngusykursýki eru til staðar er jafnvel hugað að fæðingu fyrr. Ef sykurstjórnun er góð, fósturvöxtur og legvatnsmagn eðlilegt og hjartsláttarrit með hröðunum (reactíf) er hægt að leyfa sér að bíða eftir sjálfkrafa sótt, þó aldrei lengur en 41 viku. Fæðingarleið. Tíðni keisaraskurða er marktækt hærri meðal kvenna með meðgöngusykursýki (56). Conway og Langer leggja til að öll börn sem hafa áætlaða fæðingarþyngd yfir 4250 g skuli fæðast með valkeisaraskurði. Eftir að þeirri reglu var fylgt jókst tíðni keisaraskurða úr 22% í 25% en tíðni axlarklemmu lækkaði úr 2,4% í 1,1%. Þannig voru gerðir 53 keisaraskurðir til að koma í veg fyrir fimm fæðingarskaða (57). Hver fæðingarstofnun þarf að skapa sér sína stefnu og á Kvennadeild LSH hefur fæðingarleið verið ákveðin á einstaklingsgrundvelli. Flestum finnst skynsamlegt að leggja ekki í vaginal fæðingu ef fæðingarþyngd er áætluð yfir 5 kg. Hafa þarf í huga gang fyrri fæðinga, ef einhverjar eru, og einnig að axlarklemma er algengari

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.