Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 14

Ljósmæðrablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 14
heilahvel og höfuðkúpu, staðsetningu hjarta vinstra megin í brjóstkassa og öxul þess, þó svo fjögurra hólfa sýn sé takmörkuð á þessum tíma. Magasekk má staðsetja og staðfesta rétta legu vinstra megin í kviðarholi. Nýru er ekki hægt að skoða svo snemma en þvagblöðru má sjá, sem er vísbending um starfandi nýru og útilokar blöðruklofa. Hendur og fætur má sjá á þessum tíma og þannig staðfesta að allir útlimir séu til staðar. Loks er hægt að mæla hnakkaþykkt fósturs, en aukin hnakkaþykkt er vísbending um litningagalla og/eða hjartagalla fósturs (Mynd 1). Líkur á þrístæðu 21 miðað við aldur móður og 12 vikna meðgöngu Aldur móður 12 vikur 20 ára 1:898 22 ára 1:872 24 ára 1:827 26 ára 1:756 28 ára 1:655 30 ára 1:526 32 ára 1:388 34 ára 1:262 36 ára 1:165 38 ára 1:98 40 ára 1:57 42 ára 1:32 44 ára 1:18 Hnakkaþykkt fósturs Aukin hnakkaþykkt sem slík þarf ekki að vera annað en tímabundin bjúgsöfnun og eðlilegt lífeðlisfræðilegt fyrirbæri snemma á fósturskeiði. Ef hins vegar hnakkaþykkt er aukin umfram mörk sem sett eru miðað við meðgöngulengd og aldur móður, þá aukast líkur á vandamálum. Margar orsakir geta leitt til þess að hnakkasvæði fósturs verði óeðlilega ómsnautt. Ein þeirra er hjartagalli fósturs með tímabundinni hjartabilun eða aukningu á blóðflæði til höfuðs, sem getur skýrt hvers vegna bjúgur á hnakkasvæði hverfur þegar líður á mðegöngu. Um 70% fóstra með þrístæðu 21 eru með aukna hnakkaþykkt við 11 vikur en aðeins 30% við 20 vikur (6). Óeðlilegt utanfrumuefni er einnig nefnt sem möguleg skýring á aukinni hnakkaþykkt fósturs. Utanfrumuefnið samanstendur af slímsykrum (mucopolysaccharide), slímprótínum (mucoprotein), og bandvefsþráðum sem kóðað er fyrir á litningum 13, 18 og 21 (7). Hjá fóstrum með þrístæður er bandvefur óeðlilega ríkur af kollageni sem leiðir til óeðlilegrar vökvasöfnunar í húð. Óeðlileg myndun sogæðakerfis er enn ein orsök aukinnar hnakkaþykktar en það er vel þekkt til dæmis í einstæðu X litnings (monosomy X, Turner heilkenni) þar sem vanþroski er í sogæðakerfi (8) Þá hafa verið settar fram þær hugmyndir að bæði blóðleysi og lítið próteinmagn hjá fóstri geti á samverkandi hátt valdið fósturbjúg, en hvort um sig er vel þekkt orsök almenns bjúgs (hydrops) hjá fóstri (9). Veirusýkingar hafa einnig verið nefndar, sérstaklega parvóveiran. Lýst hefur verið sýkingu mæðra með parvóveiru þar sem tímabundinn fósturbjúgur varð við 12-22 vikur en börnin fæddust heilbrigð eftir fulla meðgöngu (10). Af ofangreindu er ljóst að hnakkaþykktin er aðeins vísbending, líkt og til dæmis aldur móður, og vísbendinguna er aðeins að finna við meðgöngulengd 11-13 vikur. Aldursbundnar líkur á litningagöllum eru gjarnan kallaðar grunnlíkur (a príorí) en þær geta verið meiri en aldur segir til um ef konan hefur áður átt fóstur/barn með þrístæðu. Hnakkaþykktarmæling; aðferð og gæðaeftirlit (audit) Mæling á hnakkaþykkt er framkvæmd í þykktarskurði (sagittal sniði) sem er sama snið og haus-daus lengd fósturs er mæld í (mynd 2) Mikilvægt er að stækka myndina þannig að hún nái yfir meirihluta skjásins. Fóstrið má ekki vera of reigt því það skapar óeðlilega aukningu á hnakkaþykkt en heldur ekki of beygt því beyging (flexion) veldur því að hnakkaþykktin virðist minni. Mælt er yfir hálssvæði (cervical spine) frá innri brún húðar að innri brún mjúkvefja (Mynd 3). Mælingin er endurtekin nokkrum sinnum og sú stærsta notuð við útreikning á líkindamati. Mikilvægt er að greina líknarbelg frá húð fósturs, en þau geta verið svipuð ásýndar við ómun, bæði lík þunnri himnu. Helst þarf að sjá fóstrið hreyfa sig til að geta greint líknarbelg frá húð og þá annað hvort bíða eftir hreyfingum eða ýta við fóstrinu. Hnakkaþykktarmælingu má gera þegar haus-daus lengd er á bilinu 45-84 mm eða við llv 3d til 13v 6d meðgöngu. Langoftast er hægt að gera mælinguna með ómskoðun um kvið en ef lega fósturs eða líkamsbygging móður er óhagstæð er gerð ómun um leggöng. Við 12 vikur tekst nánast alltaf að ná hnakkaþykktarmælingu, en við 14

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.