Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 18

Ljósmæðrablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 18
Orðskýringar Skimun (e. screening) Leit innan hóps að tilteknu vandamáli svo sem hækkuðum blóðþrýstingi, hækkuðu kólesteróli eða eins og við fósturskimun leit að mislitnunum og fósturgöllum. Skimun hefur tíðkast á íslandi fyrir mislitnunum fósturs meðal þungaðra kvenna 35 ára og eldri frá 1978. Skimun er ávallt valkostur en ekki skyldupróf. Skylda heilbrigðisstarfsfólks er að upplýsa skjólstæðinga um hvaða próf eru tiltæk. Skimpróf (e. screening test): Próf notuð til skimunar fyrir tilteknu ástandi. Til dæmis strok frá leghálsi til skimunar fyrir leghálskrabbameini. Þær konur sem hafa frumubreytingar í leghálsstroki hafa fæstar leghálskrabbamein. Þær sem hafa alvarlegar forstigsbreytingar fá meðhöndlun á frumstigi sjúkdómsins, áður en hann verður að alvarlegu meini. Sumar konur hafa frumubreytingar á leghálsstroki vegna sýkingar, sem síðan gengur tilbaka þegar sýkingin hefur verið meðhöndluð. Greiningarpróf (e. diagnostic test) Ef skimun er jákvæð, er í framhaldi gert greiningarpróf. Ef frumustrok sýnir frumubreytingar er gerð leghálsspeglun (colposcopy) og tekin vefjasýni frá leghálsi. Þannig fæst endanleg greining á ástandi léghálss. Ef fósturskimun er jákvæð fyrir mislitnun er gert greiningarpróf, með litningarannsókn á fósturfrumun annað hvort frá fylgju eða legvatni. Mislitnun (e. aneuploidy): Samheiti yfir það þegar fjöldi litninga er óeðlilegur. Um getur verið að ræða litningaþrístæður svo sem þrístæðu 13, 18 eða 21, eða Turner heilkenni (XO), svo dæmi séu tekin. Misávísun (e. false positive rate): Þegar skimun er gerð verður ávallt einhver hluti hópsins með jákvæða niðurstöðu án þess að vera með sjúkdóminn. Við skimun fyrir mislitnunum fósturs er talið æskilegt að þetta hlutfall sé sem lægst, eða um 5%. Fæstir eru þó með mislitnun en til þess að greina það þarf að gera inngrip svo sem legvatnsástungu eða taka fylgjusýni. Ekki þiggja þó allir greiningarpróf þegar á hólminn er komið. Lífefnavísar (e. biochemical markers) : Samheiti yfir ýmsa lífefnafræðilega þætti sem mæla má í sermi móður og geta gefið vísbendingu um ákveðin vandamál hjá fóstri eða móður. T.d. er AFP hátt ef um klofinn hrygg er að ræða. AFP er hins vegar lækkað þegar litningaþrístæða 21 er til staðar. Ef AFP er hækkað en enginn fósturgalli finnst eru auknar líkur á meðgöngueitrun og vaxtarseinkun fósturs. Þannig er AFP að einhverju leyti mælikvarði á starfsemi fylgju. Hnakkaþykkt (e. nuchal translucency): Ómsnautt vökvafyllt svæði á hnakka fósturs. Aukning er vísbending um hjartagalla og/eða mislitnun fósturs. Ef hnakkaþykkt er aukin en litningagerð eðlileg er mælt með hjartaómun við 18-20 vikur. Líkindamat með tilliti til litningagalla fósturs: Venjulega gefið sem hlutfall. Til dæmis er aldursbundið líkindamat m.t.t. þrístæðu 21 1:756 við 12 vikur og 26 ára aldur. Það eru kallaðar grunnlíkur eða a priori risk. Samþætt skimun með ómmældri hnakkaþykkt og lífefnavísum getur breytt þessu líkindamati, annað hvort aukið það eða minnkað. Mikilvægt er að konan viti að um líkindamat er að ræða, en ekki endanlegt svar. Endanlegt svar er aðeins hægt að fá með litningarannsókn, annað hvort á frumum úr legvatni eða fylgju. Ef líkindamat er > 1:300 er mælt með greiningarprófi. Næmi (e. sensitivity): Hæfni prófs til að greina þá sem eru jákvæðir. Skilgreint sem hlutfall einstaklinga með sjúkdóminn og sem greinast með skimprófinu. Æskilegt er að næmi prófs sé sem hæst, helst 100%. Sértæki (e. specificity): Skilgreint sem hlutfall einstaklinga án sjúkdómsins og sem hafa neikvætt skimpróf. Sértæki segir til hve gott prófið er til að útiloka sjúkdóm. Sértæki tengist því aukinni vissu um heilbrigði. Hátt sértæki þýðir að falskt jákvæðir eru fáir. Jákvætt forspárgildi (e. positive predictive value) Jákvætt forspárgildi segir til um líkur á sjúkdóm hjá einstakling með jákvæða skimun. Neikvætt forspárgildi (e. negative predictive value) Neikvætt forspárgildi segir til um líkur á að sjúkdómur sé ekki til staðar hjá einstakling með neikvæða skimun.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.