Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 15.04.2002, Page 26

Ljósmæðrablaðið - 15.04.2002, Page 26
Otímabær sótt. Allt að þriðjungur kvenna með sykursýki fer í sótt fyrir tímann sem er margfalt algengara en almennt gerist. Ef sótt fer að stað er magnesíum súlfat kjörlyf til að stöðva legsamdrætti því það hefur engin áhrif á sykurstjórnun. Terbútalín (Bricanyl®) er annars fyrsta lyf til að stöðva samdrætti en það hækkar blóðsykur og getur valdið ketónsýringu. Annar meðferðarmöguleiki er kalsíum hamlari sem hefur ekki áhrif á sykurbúskap. Retinopathy, nephropathy. Augn- og nýrnaskemmdir vegna sykursýki (diabetic retinopathy og nephropathy) eru fylgikvillar langvarandi sykursýki. Augnsjúkdómurinn getur leitt til blindu en með góðu eftirliti og góðri sykurstjórnun er hægt að halda sjúkdómnum í skefjum. Þegar nýrnaskemmdir hafa átt sér stað fylgir hækkun á blóðþrýstingi og prótínmiga, en þá getur verið erfitt að átta sig á hvort meðgöngueitrun hefur komið upp eða hvort eingöngu er um undirliggjandi sjúkdóm að ræða. Háþrýstingur og meðgöngueitrun. Hækkaður blóðþrýstingur er algengur meðal kvenna með sykursýki, einkum ef konan hefur haft sykursýki lengi. Ef nýrnaskemmdir eru komnar er konan nánast alltaf með háþrýsting. Meðal kvenna í White flokki D, R og F eru helmingi hærri líkur á háþrýstingi á meðgöngu samanborið við aðrar konur. Þá eru konur með sykursýki líklegri til að fá meðgöngueitrun en aðrar konur (17). Vandamál sem fylgja langvinnum háþrýstingi eru vaxtarskerðing fósturs, aukin hætta á heilablæðingu móður, fylgjulos og meðgöngueitrun ofan á langvinnan háþrýsting. Fylgikvillar fósturs. Fósturgallar. Ef sykurstjórnun móður er slök og blóðsykur liggur hátt eru auknar líkur á fósturgöllum. Sykurbundinn blóðrauði (Hemoglóbín Alc; HbAlc) myndast þegar glúkósi binst hemóglóbín mólikúlinu óafturkræft og endurspeglar sykurstjórnun síðustu 8-12 vikna. Með mælingu á HbAlc er hægt að fylgjast með sykustjórnun til lengri tíma. Sýnt hefur verið fram á bein tengsl við hátt HbAlc snemma í þungun og aukna tíðni fósturgalla (18). í rannsókn Miller og félaga var tíðni fósturgalla 3.4% eða svipuð og almennt gerist þegar HbAlc var undir 8,5% en ef HbAlc var yfir 9,5% var tíðni fósturgalla 22% (19). í Bretlandi er tíðni fósturgalla meðal kvenna með sykursýki allt að tíföld miðað við það sem almennt gerist (5, 20). Fuhrmann og fleiri hafa sýnt fram á að ef sykurstjórnun er góð fyrir þungun og á fyrstu mánuðum meðgöngu er tíðni fósturgalla svipuð og almennt gerist (21). Nýrri rannsóknir frá Noregi og Bretlandi styðja þessar niðurstöður (22). Af þessu er ljóst að grunn að heilbrigði fósturins þarf að leggja fyrir getnað. Gífurlega mikilvægt er að þessar upplýsingar nái eyrum ungra kvenna með sykursýki svo þær geti skipulagt barneignir sínar vel. Fósturgallar Tafla 3 Fósturgallar og sykursýki tegund 1 Líffærakerfi Fósturgalli Aukning umfram þaö sem almennt gerist Hjarta Ósæðarþrenging Víxlun stóru æðanna, Óp á niilli slegla (VSD) Op á milii gátta (ASD) x4-5 Miðtaugakerfi Heilaleysi Klofinn hryggur Microcephaly x2-19 Stoðkerfi “Caudal regression syndrome” Ofullkomin myndunnryggjarliðbola (hemibertebrae) x200 x5 Þvagfæragallar Hydronephrosis Renal agenesis Tvöfölclun þvagleiðara Meltingarvegur Duodenal atresia Anorectal atresia Annað Ein slagæð í naflastreng Ref. Reece EA, Hobbins JC, Mahoney JM, Petrie RH. Medicine of the Fetus and Mother. JB Lippincott Co. p.995

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.