Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 6

Ljósmæðrablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 6
draumana verða að veruleika og fá stuðning við það sem ég er að gera án þess að lenda í stoppi vegna boða og banna af nokkurri gerð. Mínir skjólstæðingar eru yfirleitt útlendingar sem eru hérna í Hong Kong í stuttan tíma, ijarri sínum ættingjum og vinum og eru því mjög þakklátir fyrir þjónustu sem er persónuleg og svipar til þess sem þeir eiga að venjast úr sínu heimalandi. Orðið berst fljótt og ég hef fengið mikinn stuðning við það sem ég er að gera, sem einnig að sjálfsögðu virkar mjög hvetjandi. Samstarf við ljósmæður og lækna á sjúkrahúsunum hérna er líka af hinu góða og gefur mér innsýn inn í þá vinnu sem þar fer fram. Hvað vinnuna sjálfa varðar eru aðstæðurnar töluvert öðruvísi en heima á íslandi. Þar er munurinn helst fólginn í skjólstæðingahópnum, sem er eins og áður sagði útlendingar sem koma tímabundið til dvalar hér í Hong Kong. Oftast eru þetta konur sem eru 30 - 40 ára, að eignast fyrsta barn, konur á framabraut og í mjög skipulögðu lífsmynstri. Barnið er venjulega hluti af þessari skipulagningu og ekki er gert ráð fyrir öðru en barnið aðlagist fjölskyldurútínunni á skömmum tíma. Konurnar þurfa flestar að fara að vinna sex vikum eftir fæðingu og flestar þeirra vinna út alla meðgönguna. Ég hef á tilfinningunni að líkamleg vandamál séu færri á meðgöngunni; grindargliðnun nánast þekkist ekki, og konur hérna séu í almennt betra líkamlegu ástandi en heima á íslandi. Ég tek það þó fram að þetta á við mína skjólstæðinga og ég hef ekki innsýn inn í þá vinnu sem fer fram inni á ríkisreknu sjúkrahúsunum að þessu leyti. Rútína lykilorð í uppeldi Hong Kong foreldra Mitt starf felst því aðallega í því að fara í heimaþjónustu og hjálpa konunum af stað með brjóstagjöf og almenna umönnun barnsins. Ég fer yfirleitt fjórum til átta sinnum til hverrar konu og stoppa í klukkutíma í hvert sinn. Helstu vandamálin tengjast því að konurnar þurfa að byrja að vinna snemma og að þær hafa ekki nægilega mjólk. Undarlegt sem það kann að hljóma virðast allar konurnar eiga auðvelt með að leggja barnið á brjóst og þann tíma sem ég hef unnið hef ég aldrei séð innfallnar geirvörtur eða vandamál sem tengjast því að barnið vilji ekki taka brjóstið. Sárar geirvörtur eru samt augljóslega alþjóðlegt vandamál og þá er gripið til frosinna salatblaða og lanolin krems. Eftir að brjóstagjöf er komin á góðan skrið er Ljósmæðrablaðið aprí! 2002 Undarlegt sem það kann að hljóma virðast allar konurnar eiga auðvelt með að leggja harnið á brjóst og þann tíma sem ég hefunnið hef ég aldrei séð innfallnar geirvörtur eða vandamál sem tengjastþví að barnið vilji ekki taka brjóstið. Sárar geirvörtur eru samt augljóslega alþjóðlegt vandamál og þá ergripið til frosinna salatblaða og lanoiin krems. en læknirinn tekur alltaf á móti - og í þeim tilfellum sem hann nær ekki að koma í tæka tíð þurfa ljómæðurnar að fylla út skýrslu um að óhapp hafi átt sér stað! Samt sem áður er mikil list að kalla læknana til á réttum tíma því þeir vilja helst ekki þurfa að eyða meira en hálftíma inni á fæðingastofunni, en taka það óstinnt upp ef of seint er kallað (enda nokkur hundruð þúsund krónur í húfi). Deildirnar eru mun líkari hótelum en sjúkradeild, enda er kostnaðurinn eftir því. Algengt er að konur séu að borga nálægt 500 þúsundum fyrir eðlilega fæðingu og sængurlegu í þrjá daga. Þar að auki borga þær læknunum, fyrir öll lyf, deyfingar og allt sem notað er sérstaklega. Það er því betra að vera vel tryggður ef fólk ætlar að nýta sér þetta kerfi. Konur geta valið að fara í keisara og er tíðnin um 30 - 35 % á einkareknu sjúkrahúsunum. Byrjað er að íhuga og ákveða gangsetningardag strax við 40 vikna meðgöngu, og nánast engin kona gengur með lengur en í 41 viku. Mænurótardeyfing er notuð í 80 - 90 % tilfella og tíðni sogklukku og tanga er nokkuð há. Islensk ljósmóðir í Hong Kong Nú spyrja sig sjálfsagt flestir að því í hverju mitt starf er fólgið og hver sé munurinn á Hong Kong og Islandi fyrir ljósmóður? Þetta er mjög sérstakt vinnuumhverfi og ég er að kynnast alveg nýrri hlið á starfinu mínu. Skapast það fyrst of fremst af því að vinn sjálfstætt innan einkarekna kerfisins hérna og hef því alla möguleika á að bjóða upp á fjölbreytta og góða þjónustu á þann hátt sem ég vil helst. Ég hef fundið hversu auðvelt er að koma hugmyndum í framkvæmd, láta

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.