Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 15

Ljósmæðrablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 15
vikur nást mælingar aðeins í um 90% tilvika, og við fleiri galla í miðtaugakerfi fósturs. Einnig aðallega vegna óhagstæðrar legu fósturs. (11) er AFP hækkað ef um kviðveggsgalla er að ræða Við allar rannsóknir er mikilvægt að hægt sé að svo sem kviðveggsrof (gastrochisis) og naflahaul endurtaka mælingar með áreiðanlegum hætti og (omphalocele). Eins og áður er rakið tengist innan ákveðinna skekkjumarka. Þetta er tiltölulega lækkað AFP litningaþrístæðu 21. Aðrir lífefnavísar einfalt við ýmsar lífefhafræðilegar mælingar en svo sem þungunarhormónið 13-hCG, ýmist heilt við ómskoðanir má búast við að niðurstaða sé að eða hlutar þess, PAPP-A (pregnancy associated einhverju leyti háð ómskoðaranum (operator dependent). Til að meta áreiðanleika hnakkaþykktarmælinga hefur Pandya skoðað á ffamskyggnan hátt áreiðanleika endurtekinna mælinga milli tveggja ómskoðara (inter-observer variation) og þegar sami ómskoðari endurtekur mælingamar (intra-observervariation). Meðaltal mismunar á milli mælinga hjá sama ómskoðara var 0,5 mm en milli ómskoðara 0,62 mm (12). Þeir sem eru vanir að ómskoða eiga auðvelt með að tileinka sér hnakkaþykktarmælingar. Til að geta nýtt sér mælinguna þarf að hafa aðgang að hugbúnaði sem reiknar líkur á litningagöllum og verðandi foreldrum gefið líkindamat í tölulegu formi. Þessi hugbúnaður er útgefinn af Fetal Medicine Foundation í Fondon og er eingöngu hægt að fá hann eftir viðeigandi þjálfun hjá stofhuninni. Þar eru reglulega haldin námskeið til þjálfunar í ómskoðunum og hnakkaþykktarmælingum sem og námskeið varðandi ýmis málefni á sviði fósturgreiningar og fósturmeðferðar, ásamt umönnun þungaðra kvenna. Námskeiði í hnakkaþykktarmælingum lýkur með skriflegu prófi og eftir að hafa staðist prófið þarf viðkomandi að senda inn 50 myndir af hnakkaþykktarmælingum, til að staðfesta hæfni sína. Að því búnu fær hann viðurkenningu stofnunarinnar um að hann hafi staðist kröfur þeirra og fær eintak af hugbúnaði. Jafnframt er sett upp gæðaefhrlit (audit) sem framkvæmt er á sex mánaða ffesti, til að fylgjast með mælingum innan stofnunarinnar og hjá hveijum ómskoðara fyrir sig. Ef einstakar stofnanir eða einstaklingar eru utan marka þarf viðkomandi að fara aftur í þjálfun og skerpa á kunnáttunni. Til að viðhalda hæfni er talið nauðsynlegt að framkvæma lágmarksfjölda skoðana árlega. Umdeilt er hve sá lágmarksfjöldi skal vera en tölur á bilinu 100- 300 skoðanir/ári hafa verið nefndar. Lífefnavísar Skimun fyrir fósturgöllum með lífefnavísum er um það bil 30 ára gömul. Elsti lífefnavísirinn er AFP, mælt í sermi móður eða legvatni, en það hækkar ef um klofinn hrygg er að ræða plasma protein A), inhibin-A og ótengt estríól hafa verið notuð til að meta líkur á litningagöllum fósturs (13). Samþætt próf lífefnavísanna frítt 13- hCG og PAPP-A ásamt ómmældri hnakkaþykkt, aldri móður og meðgöngulengd hefur næmi um 89% fyrir þrístæðu 21 með 5% misávísun. Lífefnaskimun án hnakkaþykktarmælingar á fyrsta og öðrum þriðjungi meðgöngu er einnig möguleg, t.d. ef konan kemst ekki í ómskoðun og er næmi þá 65-75% miðað við 5% misávísun. ítarlega umfjöllun um lífefnavísa er að finna í grein Guðlaugar Torfadóttur og Jóns Jóhannesar Jónssonar í maíhefti Læknablaðsins 2001 (14). Samþætt líkindamat Spencer og félagar hafa birt niðurstöður úr framvirkri rannsókn þar sem boðið var upp á skimun fyrir þristæðum hjá fóstri í einu skrefi með lífefnavísunum frítt 13-hCG og PAPP-A, ásamt ómmældri hnakkaþykktarmælingu (15). Á einu ári var 4190 konum sem komu í mæðravernd í heilsugæslu boðin skimun við 10 vikur og 3 daga til 13 vikna og 6 daga meðgöngu og 4088 (97,6%) þáðu skimunina. Hjá 6,1% kvennanna var meðgangan lengra á veg komin en þær höfðu talið og fengu þær tíma í hefðbundinni skimun á öðrum þriðjungi meðgöngu með AFP og B-hCG (skimun fyrir miðtaugakerfisgöllum og þrístæðu 21 eins og tíðkast í Bretlandi). Koman tók eina klukkustund og fólst í-ráðgjöf vegna rannsóknarinnar, blóðprufu og ómskoðun, og túlkun á niðurstöðum með ráðgjafa í lok heimsóknar. Meðalaldur kvennanna var 29 ár og 12,7% voru eldri en 35 ára. Líkindamat var hærra en 1:300 meðal 6,7% (253/3762) kvennanna; þar af voru 5,5% vegna þrístæðu 21 og 1,2% vegna þrístæðu 13 eða 18. Eftir ráðgjöf varðandi legvatnsástungu eða fylgjusýni til greiningar á litningagerð fósturs ákváðu 82% kvennanna að fara í slíka rannsókn, langflestar í fylgjusýni. Nítján tilfelli fundust af mislitnun (aneuploidy) fósturs. Samþætt líkindamat byggt á aldri móður, hnakkaþykkt fósturs, og lífefnavísunum frítt B-hCG og PAPP- A í blóði móður leiddi til greiningar á 86% (6/7) af þrístæðu 21 tilfellum, 100% (9/9) af þrístæðu 13 og 18 tilfellum og 95% (18/19) af

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.