Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 20

Ljósmæðrablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 20
Omskoðun við 19 vikna meðgöngu Hildur Nilsen Ijósmóbir Skipuleg leit að fósturgöllum við 19 vikur hefur staðið öllum konum á höfuðborgarsvæðinu til boða frá árinu 1984 og á öllu landinu frá 1986. Þátttaka hefur verið mjög góð og hafa langflestar konur kosið að þiggja þessa skoðun. Það sem fram fer við 19 vikna ómskoðun er fyrst og fremst skipuleg leit að fósturgöllum. Einnig er meðgöngulengd metin, fylgjustaðsetning og legvatnsmagn. Meðgöngulengd er metin með því að mæla Bpd (biparietal diameter) og femurlengd. Notuð er reikniformúlan Bpd í mm x 1,2 + femur í mm + 50,5, þannig fást meðgöngudagar. Einnig er mæld humeruslengd til samanburðar, en þessi bein eru mjög svipuð að lengd á þessum tíma. Það sem helst er skoðað við 19 vikur: Höfuð: Fremri og aftari heilahólf, litli heili, miðheili, svæðið aftan litla heila og choroids plexusar. Afbrigðileg skoðun á litla heila og lögun höfuðs getur gefið vísbendingar um klofinn hrygg. geta gefið til kynna auknar líkur á litningagöllum. Ef eitthvert frávik kemur fram við þessa skoðun er foreldrum alltaf sagt frá því jafnóðum. Komi upp vafaatriði í skoðun hjá ljósmóður , kallar hún til sérfræðing sem metur hvort ástæða er til frekari rannsókna í samráði við foreldra. Þeir gallar sem algengast er að sjáist við 19 vikur eru nýrna og þvagfæragallar. Þeir geta verið mjög alvarlegir en eru oftar vægir og læknanlegir. Eru nýru barnanna þá ómskoðuð eftir fæðingu og gripið inní eftir þörfum. Aðrir fósturgallar sem algengt er að greinist við 19 vikur Hydrocephalus Spina bifida Stórir hjartagallar (hypoplastiskt vinstra hjarta, AV canal defect) Gastrochisis Omphalocele Diaphragma hernia Útlimagallar (klumbufætur) Dvergvöxtur Skarð í vör Cystic hygroma Hydrops foetalis Ljósmæðrablaðið apríl 2002 Andlit: Skoðuð eru andlitsbein, augu og varir. (erfitt getur verið að sjá klofna vör við 19 vikur en sést þó oft) Brjóstkassi: Stærð og lega hjartans, 4ra hólfa sýn af hjarta og ósæðarbogi. Kviðarhol: Magasekkur, nýru, þvagblaðra , kviðveggur, naflastrengsfesta og fjöldi æða í streng. Hryggur: Hryggur er skoðaður bæði í langskurði og þverskurði. Útlimir: Löngu beinin eru talin og skoðað fram á fingur og tær en ekki talið. Einnig horft á samræmi í lengd beina og höfuðstærð. Þá er leitað eftir ákveðnum einkennum sem Eftir að fósturgalli hefur greinst í sónar er oft kallaður til sérfræðingur í barnalækningum á viðkomandi sviði. Einnig er foreldrum oft boðið að ræða við presta eða sálfræðinga. Félagsráðgjafar koma stundum að málinu og foreldrum er bent á stuðningsfélög eftir aðstæðum eins og t.d. Þroskahjálp, Breið bros (stuðningsfélag barna með skarð í vör og góm) og Fima fætur (stuðningsfélag barna með klumbufætur). Flestir fósturgallar sem leiða til þess að fólk velur fóstureyðingu í kjölfar greiningar finnast við þessa skoðun. Algengustu ástæður þess að fólk velur fóstureyðingu í kjölfar fósturgreiningar við 19 vikur eru litningagallar, hjartagallar, miðtaugakerfisgallar og fjölgallar ( multiple malformationir). Síðastliðin þrjú ár hafa fóstureyðingar vegna fósturgalla verið u.þ.b. 20 á ári, þar af 5-7 vegna hjartagalla.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.