Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 32

Ljósmæðrablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 32
Tafla 7 Eftirlit móður og fósturs með meðgöngusykursýki, án insúlínmeðferða Eftirlit móður Sykurstjórnun með mataræði Markmið: fastandi blóðsykur < 5,6 og 1 klst. og eftir máltíð 7,5 mmól/L Eftirlit á 1-2 vikna fresti Eftirlit fósturs Móðir fylgist með hreyfingum fósturs á síðasta þriðjungi meðgöngu Ómskoðun á síðasta þriðjungi meðgöngu meta vöxt og legvatnsmagn Fósturhjartsláttarrit 2var í viku frá 34-36 vikum Bíófýsískt mat ef hjartsláttarrit sýnir ekki hraðanir (non-reactíft rit) Framköllun fæðingar við 39-40 vikur I fæðingu Venjulega er ekki þörf á insúlíngjöf Fylgjast með blóðsykri á 2-4 tíma fresti, meðhöndla ef hækkaður Forðast sykurríka drykki Eftir fæðingu Almennt fæði Mæla blóðsykur fastandi og eftir máltíð í sængurlegu -ef eðlilegur blóðsykur þá hætta mælingum -ef hár blóðsykur þá áfram meðferð ________Sykurþolspróf 6-8 vikum eftir fæðingu__________________________________ Ljósmæðrablaðið apríl 2002 við lægri fæðingarþyngd hjá konum með sykursýki heldur en öðrum konum (27). Meðferð íog eftir fæðingu. Alla jafna þarf ekki að nota insúlín í fæðingu. Forðast skal glúkósulausnir í æð og sykraða drykki. Fylgjast þarf með blóðsykri á tveggja tíma fresti og ef blóðsykur er > 7 mmól/L er gefið hrattverkandi insúlín í æð (Actrapid ®) santhliða glúkósulausn. Einum til tveimur dögum eftir fæðingu er mældur blóðsykur fastandi og einni klukkustund eftir máltíð. Ef þau gildi eru innan marka getur konan hætt mælingum. Síðan er mælt með sykurþolsprófi (75 g, 2t) 6-8 vikum eftir fæðinguna. Líkur á meðgöngusykursýki í næstu þungun. Ef innan við 24 mánuðir líða á milli þungana og konan þyngist um >6,8kg á tímabilinu eru mestar líkur á endurtekinni meðgöngusykursýki (58,59). Þyngdarstuðull yfir 30, greining snemma á meðgöngu og insúlínþörf hafa einnig forspárgildi fyrir endurtekna meðgöngusykursýki (54). Getnaðarvarnir. Konur sem hafa haft meðgöngusykursýki geta notað samsetta getnaðarvarnarpillu en hugsanlega er ekki æskilegt að nota getnaðarvarnir sem innihalda eingöngu prógestín, svo sem Depo-Provera® og Implanon®, vegna óhagstæðra áhrifa á fitu og sykurbúskap. Hins vegar vantar rannsóknir til lengri tíma (40). Líkur á sykursýki og háþrýsting í framtíðinni. Mælt er með að gera sykurþol 6-8 vikum eftir fæðingu og fræða konurnar um framtíðarhorfur (40). Ef sykurþol eftir fæðingu er eðlilegt er mælt með árlegri fastandi blóðsykurmælingu og fylgjast þarf með öðrum áhættuþáttum fyrir kransæðasjúkdóm. Stór Aströlsk rannsókn sýnir að 2% kvenna eru komnar með sykursýki sex mánuðum eftir sykursýki á meðgöngu (60). Til lengri tíma fá 40% kvenna frá Mið og Suður-Ameríku (Hispanic) sykursýki innan 6 ára frá meðgöngusykursýki (61) og 50% allra kvenna fá sykursýki síðar á ævinni (6). Líkur á háþrýstingi eru tvöfaldar miðað við konur sem ekki hafa fengið meðgöngusykursýki og tengist einnig ofþyngd (40). Einnig er ýmislegt sem bendir til að sykursýki í kjölfar meðgöngusykursýki fylgi einnig hækkun á lípíðum og hærri tíðni kransæðasjúkdóma. Lyf eins og sterar og tíazíð hafa óhagstæð áhrif á sykurbúskap og ætti að nota með varúð hjá konum sem hafa haft meðgöngusykursýki (40). Mikilvægt er að konurnar séu vel upplýstar um hvað þær geta gert til að hafa áhrif á framtíðina og leggja áherslu á að forðast reykingar, borða rétt, hreyfa sig og halda kjörþyngd. Langtímahorfur barns. Barnið er ekki aðeins líklegra til að vera þungt við fæðingu heldur líka síðar á ævinni. Við kynþroskaaldur eru börn kvenna sem höfðu sykursýki á meðgöngu líklegri til að vera of þung og með óeðlilegt sykurþol. Þetta er ekki bundið við börn sem eru of þung við fæðingu og virðist

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.