Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 16

Ljósmæðrablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 16
öllum tilfellum með mislitnun. Ellefu fylgjusýni voru gerð til að greina hvert tilfelli af mislitnun. T il að skimun á fyrsta þriðjungi meðgöngu sé betri en skimun á öðrum þriðjungi, þarf hún að vera nærri 10% betri til að vega á móti fósturlátum sem verða ffá náttúrunnar hendi (16). Skimun á öðrum þriðjungi meðgöngu með lífefnavísum leiðir til greiningar á að meðaltali 65% mislitnunar (17), en ofangreind aðferð Spencers og félaga leiðir til greiningar á 95% mislitnunar. Ekki leikur því vafi á yfirburðum skimunar á fyrsta þiðjungi meðgöngu. Aukin hnakkaþykkt og hjartagallar Það er vel þekkt að þegar hnakkaþykkt er aukin þá aukast líkur á hjartagalla fósturs, óháð litningagerð (18). I uppgjöri Fetal Medicine Foundation var tíðni hjartagalla 1%, en jókst í réttu hlutfalli við aukningu á hnakkaþykkt (19). Ef hnakkaþykkt var undir 95. hundraðsmarki (percentile) var tíðni hjartagalla 0,8%, en þegar hnakkaþykkt var yfir 99. hundraðsmarki var tíðnin 6,35% (20). Ef hnakkaþykkt er aukin og litningagerð fósturs eðlileg er því skynsamlegt að meta nánar útlit hjartans og tengingar æða, með ómun fósturs hjá barnahjartalæknum. Slík rannsókn fer alla jafna fram við 18-20 vikur, en í undantekningartilfellum er hægt að framkvæma skoðunina fyrr, eða við 14-15 vikur. Aukin hnakkaþykkt og aðrir fósturgallar Þegar litningagerð fósturs er eðlileg og hjartagalli er ekki til staðar en hnakkaþykkt fósturs er aukin, er tíðni alvarlegra fósturgalla hærri en almennt gerist. Stundum er um að ræða heilkenni sem ekki er hægt að greina fyrr en á nýburaskeiði en við 18-20 vikna ómskoðun má greina marga þá fósturgalla sem em tengdir aukinni hnakkaþykkt fósturs svo sem naflahaul (21), þindarslit (22), ýmsa beinasjúkdóma (skeletal dysplasíur) (23) og fleiri (19). Því meira sem hnakkaþykktin víkur frá væntanlegu gildi miðað við meðgöngulengd, þá aukast líkur á vandamálum fósturs og burðarmálsdauði hækkar. Ef hnakkaþykkt er yfir 95. hundraðsmarki og allt að 3,5 mm fæðast 96,3% bama lifandi en ef hnakkaþykktarmæling er yfir 6,5 mm fæðast 44,4% lifandi. Það er því ljóst að því meiri sem hnakkaþykktin er því verri eru horfur fóstursins. Þetta getur skapað erfiðleika við ráðgjöf á meðgöngu vegna óvissu, en mikilvægt er þó að hafa í huga að ef litningagerð og hjartaómun fósturs er eðlileg og ómskoðun við 18-20 vikur er eðlileg, þá er búið að útiloka stóran hluta alvarlegra fósturgalla. Kostir og gallar við snemmgreiningu fósturgalla Flestum verðandi foreldrum finnst betra að vita fyrr á meðgöngu en seinna ef um alvarlegt vandamál er að ræða. Ef ljóst er að vandi fósturs samræmist ekki lífi, eins og til dæmis heilaleysi, er auðveldara að taka ákvörðun um framhaldið en ef fóstrið er lífvænlegt, þó svo að um födun sé að ræða. Greining alvarlegs fósturgalla leiðir stundum til þess að verðandi foreldrar ákveða að enda meðgönguna. Einn af kostum við snemmgreiningu fósturgalla er að meðgöngurof (fóstureyðing), ef sú leið er valin, er einfaldari aðgerð við 12 vikur samanborið við tuttugu vikur og líkamlega auðveldari fyrir móðurina. Meðgöngurof við 20 vikur er tilfinningalega erfið upplifun en erfitt er að bera þá reynslu saman við meðgöngurof við 12 vikur. Fyrir verðandi foreldra er ef til vill auðveldara að sætta sig við fósturmissi frá náttúrunnar hendi heldur en að ákveða sjálf að enda meðgöngu. Vitað er að allt að þriðjungur fóstra með þrístæður deyja í móðurkviði frá tólf vikum fram að 40 vikum en engin leið er að greina við tólf vikur hvaða fóstur munu síðar deyja á meðgöngu. Að enda meðgöngu þegar hún er hálfnuð hefur ávallt mikla sorg í för með sér. Sú sorg er engu minni en sú sem fylgir því að missa barn undir öðrum kringumstæðum, eins og við óvæntan barnsmissi seint á meðgöngu (24). Það er því ljóst að foreldrar þurfa mikinn stuðning, bæði frá fjölskyldu og fagaðilum, til að takast á við sorgina og lífið framundan. Siðfræði fósturgreiningar Undanfarin tvö ár hefur verið mikil umræða í þjóðfélaginu um fósturgreiningu, sérstaklega greiningu þrístæðu 21. Þegar verið er að meta réttmæti skimunar fyrir litningagöllum þarf að hafa í liuga að slík skimun hefur staðið völdum hópi kvenna til boða síðastliðin 25 ár, en þ að eru konur 35 ára og eldri. Á þessum tíma hefur ekki verið gerð athugasemd við þá skimun, þ.e.a.s. að hún sé siðferðilega röng. Þessi hópur kvenna hefur sóst eftir þjónustunni og langflestar kvennanna hafa nýtt sér þennan valkost í gegnum árin. Skimun sem byggir eingöngu á aldri móður er almennt talin úrelt í dag, þar sem aðrir þættir sem gefa betri vísbendingu um litningagalla eru til. Þávaknar

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.