Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 30

Ljósmæðrablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 30
Tafla 5 Greining meðgöngusykursýki skv. skilmerkjum WHO Greiningarpróf 2 klst 75 g glúkósi Blóðsykur mmól/L Fastandi 6,1 2 klst 7,8 Ef annað gildið er hækkað er um meðgöngusykursýki að ræða. Diabetic Medicine 1998;15:539-553 burðarmálsdauði 1,8% (18 per 1000) (38). I Santa Barbara sýslu í Kaliforníuríki var tíðni þungbura 18% árið 1985. Ári síðar hófst skipuleg skimun fyrir meðgöngusykursýki ásamt viðeigandi meðferð. Árið 1992 hafði tíðni þungbura lækkað í 7% og á sama tíma féll tíðni keisaraskurða úr 30% í 20% (39). Sjúkdómsgreining. Bandaríki Norður-Ameríku, Suður-Ameríku og Kanada fylgja öll sömu leiðbeiningum um skimun fyrir meðgöngusykursýki frá fjórða alheimsþinginu um meðgöngusykursýki sem haldið var árið 1997 (40,41). Þar er mælt með skimun með 50 g álagsprófi við 24-28 vikna meðgöngulengd og blóðsykur mældur í plasma eftir 1 klukkustund. Ef blóðsykur er > 7,8mmól/L er gert þriggja tíma lOOg álagspróf til sjúkdómsgreiningar eða tveggja tíma 75g álagspróf (42). Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) mælir hins vegar eingöngu með notkun tveggja tíma 75g álagsprófs á meðgöngu. Þar er miðað við fastandi blóðsykur >6,lmmól/L eða tveggja tíma gildi >7,8mmól/L og ef annað gildið er hækkað er um sykursýki að ræða. Tafla 5. (43,44). Tafla 6 Leit að sykursýki á meðgöngu Greiningarpróf fyrir sykursýki (2t, 75g), skv. skilmerkjum WHO Framkvæmt: , A. Við 26-28 vikna meðgöngu ef: *offita/yfirþyngd (BMI>30) *áður óútskýrð andvana fæðing *áður átt barn >4500g *sterk ættarsaga um sykursýki (foreldrar/systkini) B. Við upphaf meðgöngu ef: *áður haft meðgöngusykursýki *veruleg offita eða margir áhættuþættir Ath. efprófið er eðlilegt við upphaf meðgöngu þarf að endurtaka það við 26-28 vikur C. Óháð meðgöngulengd ef sykur í þvagi í gegnum árin hefur verið mikill skoðanaágreiningur milli heimsálfa varðandi greiningu meðgöngusykursýki. I fyrsta lagi hafa sumir haldið því á lofti að meðgöngusykursýki sé ekki sjúkdómur heldur tímabundið ástand án alvarlega afleiðinga fyrir móður og barn (45) en þær raddir er nú að lægja. I öðru lagi er umdeilt hvaða próf sé best til sjúkdómsgreiningar. Þetta alþjóðlega misræmi í aðferðafræði við sjúkdómsgreiningu hefur skapað nokkurn rugling og gert að verkum að erfitt er að bera saman tíðnitölur og árangur meðferðar á milli landa. Hér á landi eru notuð gildi WHO. Nýlega hefur verið reynt að nota fastandi plasma blóðsykurgildi í stað 50 g álagsprófs til að greina meðgöngusykursýki og er þá miðað við >4,4 - 4,8 mmól/L til greiningar (46,47). Það er mun ódýrara og auðveldara í framkvæmd heldur en álagsprófin en þar sem meðgöngusykursýki kemur fýrst og fremst fram við álag er ekki sannfærandi að skoða eingöngu fastandi blóðsykur. Hvaða konur á að skima og hvenær? Almennt er mælt með að skima allar konur fyrir meðgöngusykursýki, nema áhætta sé mjög lítil. Konur með aukna áhættu eru þær sem eru upprunnar frá Asíu, Afríku, S-Ameríku og afkomendur Indiána, þær sem eru of þungar, hafa áður haft meðgöngusykursýki, hafa misst barn á meðgöngu, hafa sykur í þvagi eða hafa sterka ættarsögu um sykursýki. Ekki er ástæða er til að skima konur yngri en 25 ára, sem hafa enga áhættuþætti. Best er að skima við 24-28 vikur, nema sterkir áhættuþættir séu fýrir hendi en þá þarf að gera sykurþol sem fyrst á meðgöngu. Ef það reynist eðlilegt í upphafi meðgöngu er mælt með að endurtaka prófið við 24-28 vikur. Á Islandi er eingöngu skimað hjá konum með áhættu þætti, eins og áður hefur verið rakið. Tafla 6 Fylgikvillar barns. Þegar meðgöngusykursýki er greind á seinni hluta meðgöngu er ekki aukin hætta á fósturgöllum (40). Þó hefur Schaefer sýnt fram á aukna tíðni fósturgalla meðal barna kvenna með meðgöngusykursýki og eru líkurnar því hærri eftir því sem fastandi gildið er hærra. Mögulega er hluti hópsins með ógreinda sykursýki af tegund 2 fyrir þungun (48). Meðgöngusykursýki fylgir hærri burðarmálsdauði og ýmsir nýburakvillar eru algengari (49,50). Börnin eru líklegri til að

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.