Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 29

Ljósmæðrablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 29
gjarnan um 50% eða nálægt því insúlínmagni sem konan þurfti fyrir þungun. Tafla 4. Fylgikvillar nýburans. Truflanir á vexti einkennir börn sykursjúkra mæðra. Ef móðirin hefur haft sykursýki til nokkurra ára má búast við ofvexti líkt og sést við meðgöngu-sykursýki. Ef hins vegar móðirin hefur sykursýki til margra ára og hefur þekkta fylgikvilla svo sem háþrýsting og próteinmigu má búast við vaxtarseinkun fósturs. Danski sykur- sýkislæknirinn Jörgen Pedersen setti fyrir allmörgum árum síðan fram kenningu um meingerð þeirra fylgikvilla sem börn sykursjúkra mæðra fá (26) Mynd 1. Þessi kenning hefur staðist vel tímans tönn. Hún gengur út á að of hár blóðsykur móður leiðir til of mikillar insúlínframleiðslu fósturs, með þeim afleiðingum að fóstrið safnar fituvef, líffæri verða of stór og gjarnan vanþroska. Þau börn sem eru of stór miðað við meðgöngulengd fá gjarnan sykurfall skömmu eftir fæðingu, hafa mikinn fjölda rauðra blóðkorna (polycythemi) og fá frekar nýburagulu (31). Hjá þessum börnum er einnig seinkaður lungnaþroski, með síðkominn framleiðslu á “surfactant” í lungum (32). Börn sykursjúkra kvenna er hættara við of lágu kalsíum og magnesíum magni sem talið er vera vegna lágs virkni kalkkirtils (parathyroid) (33). Af margvíslegum ástæðum er nýburagula algengari hjá þessum börnum fyrst og fremst vegna of mikils blóðrauða og fæðingar fyrir tímann. Það hefur lengi verið þekkt að börn sykursjúkra mæðra er hættara við hjartavöðvakvilla (cardiomyopathy) með þykknuðum hjartavöðva, og stundum fylgir hjartabilun (33). Slíkt er algengara ef syskurstjórnun móður hefur verið léleg á meðgöngunni. Súrefnisskortur í móðurkviði er einn alvarlegasti fylgikvilli fósturs þegar sykurstjórnun móður er léleg. Þá verður vaxandi súrefnisskortur (asphyxia) og síðar sýring (acidosis) og loks dauði í móðurkviði ef vandamálið er ekki greint í tæka tíð. Þetta er líklegasta skýring á andvana fæðingum sykursjúkra kvenna. I fæðingu er fóstrinu hættara en börnum heilbrigðra kvenna að verða fyrir súrefnisskorti (asphyxiu) og því þarf eftirlit í fæðingu að vera nákvæmt og lágur þröskuldur fyrir inngripum (34) II. Meðganga og sykursýki tegund 2 Oftast má nota meðferð í töfluformi þegar um sykursýki af tegund 2 er að ræða, utan meðgöngu. Sykurstjórnun með töflum hefur almennt verið talin ófullnægjandi á meðgöngu og sum lyfin mögulega skaðleg fóstri, þó nýlegar upplýsingar bendi ekki til þess (35). Ef um skipulagða þungun er að ræða er skipt af töflumeðferð yfir á insúlín fyrir þungun, venjulega blöndu af skammvirku og langvirku insúlíni tvisvar á dag, ásamt fólínsýru. Eftirlit er síðan með svipuðum hætti og fyrir sykursýki af tegund 1. Hér er þó sjaldnast hætta á ketónblóðsýringu eða alvarlegum fylgikvillum móður enda ólíklegt að konan hafi haft sjúkdóminn lengi þar sem sjúkdómurinn kemur oftast fram eftir þrítugt. III. Meðgöngusykursýki Meðgöngusykursýki (gestational diabetes) er skilgreind sem sykursýki sem er fyrst greind á meðgöngu (36). Ef sjúkdómsgreining er gerð snemma á meðgöngu er líklegt að konan hafi undirliggjandi sykursýki af tegund 2 sem var ógreind og að sjúkdómurinn verði viðvarandi eftir að þungun lýkur. Hin dæmigerða meðgöngusykursýki er hins vegar hjá konu sem er of þung, komin yfir þrítugt og sykursýkin kemur fram á síðasta þriðjungi meðgöngu og gengur til baka strax eftir fæðingu. Ekki eru allir sammála um mikilvægi meðgöngusykursýki og mikilvægi skimunar og meðferðar, en ýmsar rannsóknir styðja þau sjónarmið. Greining og meðferð meðgöngusykursýki getur komið í veg fyrir ofvöxt fósturs og skaða þess við fæðingu, lækkað burðarmálsdauða, lækkað tíðni keisaraskurða og lækkað tíðni ýmissa nýburakvilla (37). Sumar þessara upplýsinga eru til komnar eingöngu vegna reynslu en aðrar með afturvirkum rannsónum. Framvirkar hendingarvalsrannsóknir vantar á mörgum sviðum en af siðferðilegum ástæðum að erfitt að gera slíkar rannsóknir í dag. I nýlegri ástralskri rannsókn með 70.000 þáttakendum kemur fram að burðarmálsdauði var 2,6% (26 per 1000) meðal kvenna með ómeðhöndlaða meðgöngusykursýki en 1,1% (11 per 1000) meða kvenna með eðlilegt sykurþol. Ef meðgöngusykursýki var meðhöndluð var

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.