Ljósmæðrablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 11
og lækna sem starfa við mæravernd er að
upplýsa foreldra um hvað er í boði á faglegan
og hlutlausan hátt . Þannig geta þeir tekið
upplýsta ákvörðun um hvaða rannsókn þeir
vilja þiggja. Flestir foreldrar þiggja þær
rannsóknir sem eru í boði , en ávallt verða
einhverjir sem kjósa að hafna öllum
ómskoðunum og fósturgreiningu. Hlutverk
fagfólks er að kynna á greinargóðan hátt hvað
er hægt að velja um og gefa skjólstæðingum
sínum svigrúm og tíma til umhugsunar og virða
ákvarðanir skjólstæðinga sinna, hverjar sem
þær kunna að verða.
Ráðgjöf
Ráðgjöfinni má skipta í þrennt eftir hópum
kvenna:
1. Konur með enga áhættuþætti (low risk
women)
2. Konur með aukna áhættu vegna aldurs (high
risk women)
3. Konur með aukna áhættu vegna sögu (high
risk women).
Konurnar í fyrsta hópnum eru líklegastar til
að vita minnst um fósturgreiningu og vera lítt
undirbúnar fyrir því að þær gætu hugsanlega
verið með fóstur með fósturgalla. Þessi hópur
er stærstur, og rétt er að benda á að um 95%
þeirra fósturgalla sem finnast í dag greinist
innan þessa hóps.
Konur í hinum hóponum tveimur eru oftast
betur undirbúnar en einnig oft kvíðnari vegna
sögu eða aukinnar áhættu og þurfa þær oft
sérhæfðari ráðgjöf sem veitt er af sérfræðingum
í barnalækningum eða erfðasjúkdómum.
Mikilvægt er að það komi skýrt fram að
fósturgreining er rannsókn sem getur leitt í
ljós vandamál sem geta verið allt frá því að
vera minniháttar vandamál sem hægt er að
lagfæra eða alvarlegur galli eins og heilaleysi,
þar sem lífsvon er engin. Gera verður foreldrum
grein fyrir því að gott sé fyrir þau að vera búin
að íhuga hvað taki við sé um fósturgalla að
ræða. Væru þau þá tilbúin að rjúfa meðgönguna
eða vildu þau undirbúa sig fyrir fæðingu barns
með alvarlegan galla ? Verðandi foreldrar þurfa
að vita að ekki er hægt að útiloka alla fósturgalla
með ómskoðun. Hins vegar má benda þeim á
að langflest börn fæðast heilbrigð.
Foreldrum með sögu um fóstur- og/eða
litningagalla eða erfðasjúkdóma í ætt, væri
æskilegt að bjóða sem allra fyrst í meðgöngunni
viðtal við sérfræðing í erfðasjúkdómum. Þar
er veitt ráðgjöf með tilliti til sögu, hafi þeir
ekki fengið þessa ráðgjöf í tengslum við
fósturmissi eða fæðingu barns. Erfðaráðgjöf
er veitt af Jóhanni Heiðari Jóhannssyni lækni,
í sérstökum tilfellum er leitað til annarra
sérfræðinga eftir því sem við á.
Kynning á fósturgreiningu
Þegar ómskoðanir eru kynntar , er gott að byrja
á að segja að flest börn fæðist heilbrigð en það
sé þó ekki sjálfgefið. Um 3 % nýfæddra barna
hafa einhvern galla, misalvarlegan .Omskoðun
er mikilvæg rannsókn sem hefur þann tilgang
að skoða líffæri og atferli fóstursins m.t.t. að
greina frávik frá hinu eðlilega. En um leið er
athugað hvað fóstrin eru mörg og
meðgöngulengd reiknuð út og væntanlegur
fæðingadagur fundin, fylgjustaðsetning er
athuguð og legvatnsmagn.
Hvaða ómskoðanir og rannsóknir eru í
boði í dag ?
Öllum konum er boðin ómskoðun við 18-20
vikna meðgöngu, að auki er öllum konum eldri
en 35 ára boðin legvatnsrannsókn til greiningar
á litningagerð fósturs. Frá því í janúar 1999
hefur konum sem voru á leið í legvantsástungu
verið boðin hnakkaþykktarmæling til að meta
líkur á litningagöllum. Margar konur hafa
kosið að hafna legvatnsrannsókn hafi
líkindamatið verið hagstætt. Á þessu ári mun
öllum konum óháð aldri bjóðast að koma
einnig í 11-14 vikna ómskoðun .
Kynning á 11-14 vikna skoðun.
Þessi skoðun er einkum ætluð til þess að bæta
greiningu á litninga og/eða hjartagöllum á
fósturskeiði hjá yngri konum. Skoðunin kemur
ekki í staðinn fyrir legvatnsástungu en gefur
tölfræðilegar líkur á tilvist litningagalla. Þannig
er hægt að meta hvort ástæða er til að gera
litningarannsókn hjá ungum konum.
Fóstrið er skoðað eins vel og unnt er á þessum
tíma m.t.t.
* meðgöngulengdar
* Qölda fóstra
* líffæra
* hnakkaþykktar v/líkindamats á
litningagöllum
Hnakkaþykkt er svart svæði (vökvi) undir húð
á hnakka fóstursins. Öll fóstur hafa einhvern
vökva á þessu svæði við 11-14 vikur , en ef
vökvasöfnunin er aukin eru líkur á litninga
og/eða hjartagalla auknar. Mælingarnar eru
settar í tölvuforrit meðan konan er
Ljósmæðrablaðið
apríl 2002