Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 19

Ljósmæðrablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 19
Skipulag fósturskimunar 1. Fyrsta heimsókn til ljósmóður eða læknis, 7-10 vikna meðganga. 2. Bæklingur afhentur um fósturskimun. Skimun felst í ómmældri hnakkaþykkt og mælingu lífefnavísanna frítt 13-hCG og PAPP- A við 11-13 vikur. Einfaldar upplýsingar gefnar varðandi grunntíðni fósturgalla (3-5%). Líkur á litningagöllum miðað við aldur móður ræddar (sjá töflu). Ef nióðirin * verður 35 ára við fæðingu; * hefur áður fætt fóstur/barn með litningagalla; * hefur sterka ættarsögu; er boðin legvatnsástunga við 15 vikur eins og áður EÐA fylgjusýni við 11-12 vikur. Ef konan óskar frekar eftir líkindamati, er það velkomið. Utskýra þarf að fósturskimun: * felst í blóðprufu og ómskoðun (samþætt líkindamat) * er valkostur fyrir þá sem þess óska * er óbein aðferð til að meta líkur á vandamálum svo sem litningagöllum, hjartagöllum og fleiri vandamálum fósturs * samþætt skimun hefur næmi um 90% m.t.t. þrístæðu 21 * 5% líkur eru á að mælt verði með inngripi í kjölfar samþættrar skimunar (ástungu/fy lgj usýni) * skimun með líkindamati kemur ekki í stað 1 egvatnsástungu/fylgj usýnis 3. Beiðni til Fósturgreiningardeildar og vegna blóðrannsóknar afhent og konunni vísað þangað ef frekari upplýsinga er óskað (s. 560-1158). Bókað fýrir konuna ef hún óskar eða hún hringir sjálf. 4. Ráðgjöf í tengslum við fósturskimun er veitt af Ijósmæðrum og læknum Fósturgreiningardeildar, bæði fyrir og eftir prófun, og eftir því sem þörf krefur. 5. Sérhæfð erfðaráðgjöf er veitt eftir því sem þörf krefur. Hægt er að kalla til sérfræðinga af öllum deildum spítalans eftir því sem við á hverju sinni. 6. Þegar konan kemur í ómskoðun er ekki gefin endanleg niðurstaða, heldur beðið eftir niðurstöðu lífefnavísa svo hægt sé að gefa samþætta niðurstöðu. Ef hnakkaþykkt er augljóslega aukin er strax boðið inngrip. Samþætt líkindamat er gefið á tölulegu formi t.d. 1:1766. Ef niðurstaða úr samþættu skimprófi er > 1:300, er mælt með fylgjusýni eða legvatnsástungu. 7. Eins og áður er öllum konum boðið að koma í ómskoðun við 19-20 vikur. Hildur Harðardóttir, yfirlæknir, Kvennadeild LSH Fréttatilkynning Frá Félagi íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna j Félag íslenskra fæðinga og kvensjúkdómalækna (FÍK) stendur fyrir almennum fræðslufundij föstudaginn lO.maí 2002 kl 15:00 þar sem Dr. Frank Chervenak, Given Foundation Professor and ! Chairman, Obstetrician and Gynecologist In-Chief, Department of Obstetrics and Gynecology, j New York Weill Cornell Medical Center heldur fyrirlestur um upplýst samþykki fyrir i fósturrannsóknum, svo sem ómskoðunum. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og ber heitið: Prenatalj informed consent for sonogram; Evolution from second to first trimester. Fundurinn er haldinn ! að Hlíðarsmára 8, 4.hæð, í fundarsal Læknafélags íslands. Allir sem hafa áhuga á efninu erií velkomnir á fundinn. Kaffi á staðnum.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.