Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 22

Ljósmæðrablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 22
"I" Ljósmæður kvaddar Margrét Jónsdóttir fæddist á Þingvöllum í Helgafellssveit 5. apríl 1907. Hún lést á Dvalarheimilinu Víðihlíð, Grindavík 21. apríl 2001, 94 ára að aldri. Hún útskrifaðist úr Ljósmæðraskóla íslands 26.júní 1927 og var ljósmóðir á Snæfellsnesi til ársins 1944 er fjölskyldan fluttist til Njarðvíkur. Margrét sinnti ljósmóðurstörfum á Suðurnesjum fyrst sem héraðsljósmóðir en síðar á Sjúkrahúsinu í Keflavík.Hún lét af störfum árið 1977 þá sjötug að aldri. Útför Margrétar var gerð frá Ytri-Njarðvíkurkirkju 30.apríl 2001. Blessuð sé minning hennar. Guðrún Eiríksdóttir fæddist að Miðbýli á Skeiðum 23. júní 1903. Hún lést á Ljósheimum á Selfossi 11. júní 2001 á 98. aldursári. Hún útskrifaðist úr Ljósmæðraskóla íslands lO.jún 1930 og starfaði sem héraðsljósmóðir alla sína starfsævi. Fyrst í Villingaholtshreppi og Gaulverjabæjarhreppi en frá árinu 1949 til árloka 1973 starfaði hún í Selfoss- og Sandvíkurhéraði. En þá var hún orðin 70 ára . Útför Guðrúnar var gerð frá Selfosskirkju 23. júní 2001 eða á 98. afmælisdegi hennar. Blessuð sé minning hennar. Steingerður Eiðsdóttir fæddist á Þúfnavöllum í Hörgárdal,Eyjafirði 3.mars 1921. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 27.júní 2001. Steingerður útskrifaðist úr Ljósmæðraskóla íslands 30.septemberl944. Hún starfaði ekki við ljósmóðurstörf en var talsímavörður á Landsímanum á Akureyri frá 1944-1947 og frá 1971-1989. Útför Steingerðar var gerð frá Akureyrarkirkju 6.júlí 2001. Blessuð sé minning hennar. Brynhildur Eyjólfsdóttir fæddist á Skálmarnesmúla við Breiðafjörðl7.september 1920. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 24,júlí 2001. Brynhildur útskrifaðist úr Ljósmæðraskóla íslands 30.septemberl943 og starfaði sem héraðsljósmóðir víða í Borgarfirði frá því að hún útskrifaðist. Auk þess sem hún lét til sín taka í málefnum borgfirskra kvenna. Útför Brynhildar var gerð frá Reykholtskirkju 3. ágúst 2001. Blessuð sé minning hennar. Guðrún Berglind Sigurjónsdóttir fæddist að Vatnsholti í Villingaholtshreppi í Flóa 19.júní 1932. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 29. nóvember 2001. Guðrún Berglind útskrifaðist úr Ljósmæðraskóla íslands 30.september 1952. Hún var með heimafæðingar fyrstu árin og starfaði á Fæðingadeild Landspítalans, Fæðingaheimilinu við Eiríksgötu, við mæðraverndina á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur og síðast á sængurkvennagangi á Landspítalanum til ársins 1991. Útför Guðrúnar Berglindar fór fram frá Kópavogskirkju 6. desember 2001. Blessuð sé minning hennar. Móeiður Áslaug Sigurðardóttir fæddist í Birtingaholti í Hrunamannahreppi, Árnessýslu 27. nóvember 1943. Hún lést í Landspítalanum við Hringbraut 18.janúar 2002. Móeiður Áslaug útskrifaðist úr Ljósmæðraskóla íslands 30. september 1966 og starfaði á Fæðingadeild Landspítalans með hléum til ársins 1987. Útför Móeiðar Áslaugar fór fram frá Fella-og Hólakirkju 28. jánúar 2002. Blessuð sé minning hennar.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.